Snæfell fær þunga sekt Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2020 12:31 Það er rík hefð fyrir körfubolta í Stykkishólmi en í vetur verður enginn meistaraflokkur karla hjá Snæfelli. mynd/@kkd.snaefells Körfuknattleiksdeild Snæfells fær þunga sekt fyrir að draga karlalið sitt úr keppni í 1. deild og útlit er fyrir að ekki komi lið inn í deildina í staðinn. Keppni í 1. deild hefst á föstudaginn en nú standa níu lið eftir í deildinni eftir ákvörðunina sem Snæfell tilkynnti um í gærkvöld. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, telur að ekki komi lið úr 2. deild í stað Snæfells: „Mjög líklega ekki. Það er verið að vinna í þessum málum núna. Þetta gerðist hratt um helgina og við höfum verið í miklu sambandi við Hólmara, en tíminn er allt of knappur til að gera eitthvað. Þetta er þannig að 2. deild karla er þegar byrjuð, og 1. deild byrjar á föstudaginn. Mótanefnd er núna á fullu að fara yfir málið en ég geri ráð fyrir því að tíminn sé of knappur [til að bæta við liði í stað Snæfells],“ segir Hannes. „Afskaplega sorglegt“ Hannes segir málið svo sannarlega sorglegt enda um að ræða eitt af þeim félögum sem orðið hefur Íslandsmeistari í bæði karla- og kvennaflokki, og lið sem varð Íslands- og bikarmeistari fyrir tíu árum. Kvennaliðið mun hins vegar áfram spila, í Dominos-deildinni. „Stykkishólmur er mikill körfuboltabær og sú saga teygir sig mjög langt aftur, svo þetta er afskaplega sorglegt. Á sama tíma held ég að við verðum að líta á það Snæfell getur núna farið í uppbyggingu, sett aftur af stað meistaraflokk karla sem allra fyrst og unnið sig upp. Þá verður þetta bara bakslag. Það eru tækifæri í þessu líka,“ segir Hannes. Sekt upp á 650 þúsund krónur Samkvæmt reglum KKÍ ber körfuknattleiksdeild Snæfells að greiða 650 þúsund króna sekt til KKÍ, fyrir að hætta við þátttöku eftir að staðfest leikjadagskrá hefur verið gefin út. Snæfell dró lið sitt úr keppni vegna rekstrerfiðleika og slík sekt hjálpar sjálfsagt ekki til í þeim efnum: „Auðvitað er það leiðinlegt en það er búin að eiga sér stað mikil vinna við að koma mótunum í gang og það er ástæðan fyrir því að það eru háar sektir. Undirbúningur fyrir næsta ár er til að mynda þegar hafinn hjá okkur. Með þessu er ég þó ekki að gagnrýna ákvörðun manna í Stykkishólmi því þeir hafa sínar ástæður,“ segir Hannes. Íslenski körfuboltinn Stykkishólmur Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Snæfells fær þunga sekt fyrir að draga karlalið sitt úr keppni í 1. deild og útlit er fyrir að ekki komi lið inn í deildina í staðinn. Keppni í 1. deild hefst á föstudaginn en nú standa níu lið eftir í deildinni eftir ákvörðunina sem Snæfell tilkynnti um í gærkvöld. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, telur að ekki komi lið úr 2. deild í stað Snæfells: „Mjög líklega ekki. Það er verið að vinna í þessum málum núna. Þetta gerðist hratt um helgina og við höfum verið í miklu sambandi við Hólmara, en tíminn er allt of knappur til að gera eitthvað. Þetta er þannig að 2. deild karla er þegar byrjuð, og 1. deild byrjar á föstudaginn. Mótanefnd er núna á fullu að fara yfir málið en ég geri ráð fyrir því að tíminn sé of knappur [til að bæta við liði í stað Snæfells],“ segir Hannes. „Afskaplega sorglegt“ Hannes segir málið svo sannarlega sorglegt enda um að ræða eitt af þeim félögum sem orðið hefur Íslandsmeistari í bæði karla- og kvennaflokki, og lið sem varð Íslands- og bikarmeistari fyrir tíu árum. Kvennaliðið mun hins vegar áfram spila, í Dominos-deildinni. „Stykkishólmur er mikill körfuboltabær og sú saga teygir sig mjög langt aftur, svo þetta er afskaplega sorglegt. Á sama tíma held ég að við verðum að líta á það Snæfell getur núna farið í uppbyggingu, sett aftur af stað meistaraflokk karla sem allra fyrst og unnið sig upp. Þá verður þetta bara bakslag. Það eru tækifæri í þessu líka,“ segir Hannes. Sekt upp á 650 þúsund krónur Samkvæmt reglum KKÍ ber körfuknattleiksdeild Snæfells að greiða 650 þúsund króna sekt til KKÍ, fyrir að hætta við þátttöku eftir að staðfest leikjadagskrá hefur verið gefin út. Snæfell dró lið sitt úr keppni vegna rekstrerfiðleika og slík sekt hjálpar sjálfsagt ekki til í þeim efnum: „Auðvitað er það leiðinlegt en það er búin að eiga sér stað mikil vinna við að koma mótunum í gang og það er ástæðan fyrir því að það eru háar sektir. Undirbúningur fyrir næsta ár er til að mynda þegar hafinn hjá okkur. Með þessu er ég þó ekki að gagnrýna ákvörðun manna í Stykkishólmi því þeir hafa sínar ástæður,“ segir Hannes.
Íslenski körfuboltinn Stykkishólmur Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík - KR | Uppgjör efstu liðanna Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Sjá meira