Körfubolti

Martin stiga- og stoðsendingahæstur í sannfærandi sigri Valencia

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Martin Hermannsson stimplaði sig inn í spænsku deildina í dag eftir að hafa ekki fundið sig í fyrsta leik.
 Martin Hermannsson stimplaði sig inn í spænsku deildina í dag eftir að hafa ekki fundið sig í fyrsta leik. Getty/JM Casares

Martin Hermannsson og Valencia liðið komust á blað í dag í annarri umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta þegar liðið vann fimmtán stiga sigur á Morabanc Andorra, 91-76, í Íslendingaslag.

Martin Hermannsson átti mjög flottan leik og var með 14 stig og 4 stoðsendingar þrátt fyrir að fá ekki að spila nema tuttugu mínútur í leiknum. Martin var bæði stiga- og stoðsendingahæstur í liði Valencia.

Haukur Helgi Pálsson spilaði tæpar þrettán mínútur fyrir lið Morabanc Andorra og var með 6 stig og 2 stolna bolta.

Martin Hermannsson var stigalaus í fyrsta leik tímabilsins sem Valencia tapaði en það var ljóst frá fyrstu mínútu að slíkt var ekki á dagskránni í dag.

Martin skoraði sjö stig strax í fyrsta leikhlutanum og var stigahæsti leikmaður liðsins eftir það. Martin endaði fyrri hálfleikinn á glæsilegri þriggja stiga körfu og var með tólf stig eftir hann.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.