Viðskipti erlent

Uncle Ben‘s breytir um nafn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Íslendingar þekkja Uncle Ben's-hrísgrjónin vel en nú munu þau heita Ben's Original.
Íslendingar þekkja Uncle Ben's-hrísgrjónin vel en nú munu þau heita Ben's Original. Chesnot/Getty

Bandaríski matvælaframleiðandinn Mars, Inc. hyggst skipta um nafn á einu þekktasta vörumerki fyrirtækisins, Uncle Ben‘s.

Ákvörðunin kemur í kjölfar gagnrýni á sjötíu ára gamalt vörumerki fyrirtækisins sem sýnir mynd af svörtum bónda. Myndin þykir ýta undir staðalímyndir svartra.

Íslendingar þekkja Uncle Ben‘s-hrísgrjónin og önnur matvæli með þessu nafni vel en nýja nafnið verður Ben‘s Original. Nýjar umbúðir með nýju nafni koma í verslanir á næsta ári.

Stjórnendur Mars Inc. segjast skilja misréttið sem fólk tengi við gamla nafnið og vörumerkið. Það hefur verið til skoðunar frá því í sumar að breyta um nafn og mynd. Nú er nafnið komið en enn á eftir að finna nýja mynd.

Mars er eitt nokkurra matvælafyrirtækja sem undanfarið hafa ákveðið að breyta vörumerkjum sem þykja ýta undir kynþáttafordóma. Breytingarnar eru tengdar við mótmælin sem verið að hafa í Bandaríkjunum síðustu mánuði undir merkjum Black Lives Matter.

Þannig tilkynnti matvælaframleiðandinn Quaker í júní að hann ætlaði að breyta um nafn og mynd á Aunt Jemima-pönnukökunum og sýrópinu. Vörumerkið er 130 ára gamalt og sýnir svarta konu sem upphaflega var klædd eins og farandsöngkona.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
2,53
93
6.528.290
REGINN
0,93
4
8.473
SYN
0,35
3
10.857
ICEAIR
0,34
78
48.966
SKEL
0,28
3
485

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
-3,94
4
76.160
VIS
-2,82
15
208.765
MAREL
-2,09
52
552.089
LEQ
-1,54
1
51
REITIR
-1,33
6
31.951
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.