Uncle Ben‘s breytir um nafn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. september 2020 07:56 Íslendingar þekkja Uncle Ben's-hrísgrjónin vel en nú munu þau heita Ben's Original. Chesnot/Getty Bandaríski matvælaframleiðandinn Mars, Inc. hyggst skipta um nafn á einu þekktasta vörumerki fyrirtækisins, Uncle Ben‘s. Ákvörðunin kemur í kjölfar gagnrýni á sjötíu ára gamalt vörumerki fyrirtækisins sem sýnir mynd af svörtum bónda. Myndin þykir ýta undir staðalímyndir svartra. Íslendingar þekkja Uncle Ben‘s-hrísgrjónin og önnur matvæli með þessu nafni vel en nýja nafnið verður Ben‘s Original. Nýjar umbúðir með nýju nafni koma í verslanir á næsta ári. Stjórnendur Mars Inc. segjast skilja misréttið sem fólk tengi við gamla nafnið og vörumerkið. Það hefur verið til skoðunar frá því í sumar að breyta um nafn og mynd. Nú er nafnið komið en enn á eftir að finna nýja mynd. Mars er eitt nokkurra matvælafyrirtækja sem undanfarið hafa ákveðið að breyta vörumerkjum sem þykja ýta undir kynþáttafordóma. Breytingarnar eru tengdar við mótmælin sem verið að hafa í Bandaríkjunum síðustu mánuði undir merkjum Black Lives Matter. Þannig tilkynnti matvælaframleiðandinn Quaker í júní að hann ætlaði að breyta um nafn og mynd á Aunt Jemima-pönnukökunum og sýrópinu. Vörumerkið er 130 ára gamalt og sýnir svarta konu sem upphaflega var klædd eins og farandsöngkona. Bandaríkin Black Lives Matter Matur Kynþáttafordómar Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríski matvælaframleiðandinn Mars, Inc. hyggst skipta um nafn á einu þekktasta vörumerki fyrirtækisins, Uncle Ben‘s. Ákvörðunin kemur í kjölfar gagnrýni á sjötíu ára gamalt vörumerki fyrirtækisins sem sýnir mynd af svörtum bónda. Myndin þykir ýta undir staðalímyndir svartra. Íslendingar þekkja Uncle Ben‘s-hrísgrjónin og önnur matvæli með þessu nafni vel en nýja nafnið verður Ben‘s Original. Nýjar umbúðir með nýju nafni koma í verslanir á næsta ári. Stjórnendur Mars Inc. segjast skilja misréttið sem fólk tengi við gamla nafnið og vörumerkið. Það hefur verið til skoðunar frá því í sumar að breyta um nafn og mynd. Nú er nafnið komið en enn á eftir að finna nýja mynd. Mars er eitt nokkurra matvælafyrirtækja sem undanfarið hafa ákveðið að breyta vörumerkjum sem þykja ýta undir kynþáttafordóma. Breytingarnar eru tengdar við mótmælin sem verið að hafa í Bandaríkjunum síðustu mánuði undir merkjum Black Lives Matter. Þannig tilkynnti matvælaframleiðandinn Quaker í júní að hann ætlaði að breyta um nafn og mynd á Aunt Jemima-pönnukökunum og sýrópinu. Vörumerkið er 130 ára gamalt og sýnir svarta konu sem upphaflega var klædd eins og farandsöngkona.
Bandaríkin Black Lives Matter Matur Kynþáttafordómar Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira