Viðskipti innlent

Bein útsending: Eru sóttvarnaraðgerðir yfir gagnrýni hafnar?

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Már Guðmundsson fyrrverandi Seðlabankastjóri tekur til máls á fundinum.
Már Guðmundsson fyrrverandi Seðlabankastjóri tekur til máls á fundinum. Vísir/Vilhelm

Félag viðskipta- og hagfræðinga (FVH) stendur í dag fyrir fjarfundi undir yfirskriftinni „Sóttvarnarhagfræði: eru sóttvarnaraðgerðir yfir gagnrýni hafnar?“. Fundurinn hefst klukkan 13 og er streymt í beinni útsendingu í spilara hér neðar í fréttinni.

Þau taka til máls á fundinum:

  • Anna Hrefna Ingimundardóttir, hagfræðingur og forstöðumaður efnahagssviðs SA
  • Már Guðmundsson, hagfræðingur og fyrrverandi seðlabankastjóri
  • Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs

Fundarstjóri er Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur og stofnandi Frama vefskóla.

Uppfært klukkan 14:09:

Fundurinn var aðeins opinn félagsmönnum FVH og Samtaka atvinnulífsins, auk Viðskiptaráðs. Beina útsendingin var því ekki opin almenningi eins og ráða mátti af tilkynningu um fundinn. Beðist er velvirðingar á þessu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×