Körfubolti

Ekkja Kobe fer í mál vegna myndbirtinga af þyrluslysinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vanessa og Kobe Bryant voru gift í tæp nítján ár.
Vanessa og Kobe Bryant voru gift í tæp nítján ár. getty/Rodin Eckenroth

Vanessa Bryant, ekkja Kobes Bryant, hefur farið í mál við lögregluna í Los Angeles sýslu. Hún vill meina að lögreglumenn hafi deilt myndum af þyrluslysinu 26. janúar á þessu ári, þar sem Kobe, Gianna dóttir þeirra, og sjö aðrir létust, í leyfisleysi.

Eftir slysið hræðilega bárust fréttir af því að myndum af þeim látnu hefði verið deilt sem fékk mjög á Vanessu.

„Þessi málssókn snýst um ábyrgð og að koma í veg fyrir aðrar fjölskyldur sem eru í sárum upplifi ekki eitthvað svipað,“ sagði lögmaður Vanessu, Luis Li, í yfirlýsingu. 

„Lögreglan hafnaði beðni frú Bryants um upplýsingar, sagðist ekki geta og bæri ekki skylda til að aðstoða hana. Nú er það undir dómstólunum að kveða upp hvaða skyldum lögreglan hefur að gegna.“

Lögreglustjórinn Alex Villanueva sagði að átta lögreglumenn hefðu tekið myndir á slysstað en hann hafi skipað þeim að eyða þeim sem þeir hafi gert.

Í málssókninni er lögreglan í Los Angeles sökuð um yfirhylmingu og reynt að fela eigin mistök. Þar er einnig ýjað að því að myndirnar af slysinu séu enn til.

 „Frú Bryant getur ekki hugsað sér að ókunnugir geti skoðað myndir af látnum eiginmanni hennar og dóttur og óttast að hún eða börnin hennar muni einhvern tímann sjá myndirnar á netinu,“ segir í málssókninni.

Vanessa hefur einnig höfðað aðra málssókn þar sem gefið er í skyn að flugmaður þyrlunnar hafi sýnt af sér gáleysi með því fljúga í þoku þennan örlagaríka dag og hefði átt að hætta við flugið.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.