Viðskipti innlent

ÍAV hlut­skarpast í út­boði banda­rískra yfir­valda

Sylvía Hall skrifar
Áætluð verklok eru í febrúar 2023.
Áætluð verklok eru í febrúar 2023. Utanríkisráðuneytið

Verktakafyrirtækið ÍAV gerði tilboð upp á 5,3 milljarða íslenskra króna í verkefni sem bandaríska varnarmálaráðuneytið bauð út í tengslum við hönnun og framkvæmdir vegna flughlaða og tengdra verkefna á öryggissvæðinu í Keflavík. Tilboð ÍAV var um það bil 2,5 milljörðum lægra en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir.

Heildarfjárheimild bandaríska þingsins gerði ráð fyrir 57 milljónum Bandaríkjadala í verkefnið, eða um 7,8 milljörðum á núverandi gengi, en tilboð ÍAV hljóðaði upp á 39 milljónir Bandaríkjadala. Útboðið var auglýst í júlí á síðasta ári en bandarísk yfirvöld fjármagna framkvæmdirnar alfarið.

Bæði íslensk og bandarísk fyrirtæki buðu í verkið, en um þrjú verkefni er að ræða. Í fyrsta lagi hönnun og verkframkvæmdir við stækkun á flughlaði innan öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli. Í öðru lagi hönnun og verkframkvæmdir fyrir færanlegar gistieiningar. Í þriðja lagi hönnun og verkframkvæmdir vegna færslu á flughlaði fyrir hættulegan farm.

Áætluð verklok eru í febrúar 2023.

„Auk ofangreindra framkvæmda standa nú yfir eða eru í undirbúningi framkvæmdir sem hafa verið samþykktar á öryggissvæðinu. Þar má nefna breytingar og endurbætur á flugskýli 831, byggingu þvottastöðvar fyrir flugvélar og viðhald og endurbætur á flughlöðum, akstursbrautum og ljósakerfum,“ segir í tilkynningu um verkefnið á vef Stjórnarráðsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
3,89
13
71.512
TM
1,38
12
126.834
ARION
0,97
43
436.036
VIS
0,83
19
326.708
SJOVA
0,74
15
102.039

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-1,76
13
147.050
HAGA
-1,63
32
298.357
SIMINN
-1,46
7
194.430
FESTI
-1,31
13
164.390
ICEAIR
-1,1
22
12.044
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.