Blekkingarleikur forsætisráðherra Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson skrifar 21. september 2020 08:01 Fyrir helgi birti forsætisráðherra færslu á Facebook þar sem hún fjallaði um þróunina á fjölda samþykktra umsókna um alþjóðlega vernd undanfarin ár. Færslunni fylgdi línurit sem sýndi mikla hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna milli ára. Samkvæmt línuritinu var hlutfall samþykktra umsókna aðeins 10% árið 2017, árið sem núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Ári seinna var hlutfallið komið upp í 20%, í fyrra var það 33% og það sem af er þessu ári er hlutfall samþykktra verndarumsókna komið upp í 61%. Þessa miklu hækkun skrifar forsætisráðherra á stefnu ríkisstjórnarinnar. „Þessar tölur geta þó sagt okkur hvort við séum á réttri leið, hvort að þau skref sem við höfum tekið séu að skila árangri fyrir fólk,“ skrifar Katrín. „Hvort við séum að taka á móti fleira fólki á flótta eins og við einsettum okkur þegar stjórnarsáttmálinn var settur saman á árinu 2017.“ Ekki ríkisstjórninni að þakka Með því að setja þessar tölur fram einar og sér er auðvelt að draga upp þá mynd sem Katrín gerir. Almenningur hefur litlar forsendur til að draga tölurnar í efa eða velta fyrir sér hvað liggur þeim að baki. Staðreyndin er hins vegar sú að færsla Katrínar Jakobsdóttur er blekking. Hún er sett fram til að menga umræðuna og friðþægja stuðningsfólk Vinstri grænna í skugga umdeildrar brottvísunar fjögurra barna fjölskyldu til Egyptalands. Athugasemdir við færsluna sýna að blekkingin hefur tilætluð áhrif. Svavar Gestsson, fyrrum ráðherra og stuðningsmaður VG, skrifar: „Fróðlegar upplýsingar. Þetta er aðalatriðið. Þátttaka VG í ríkisstjórn ræður úrslitum. Væri ekki ráð að horfa a staðreyndir?“ Álfheiður Ingadóttir, fyrrum ráðherra VG, tekur í sama streng: „Ósköp á fólk erfitt með að kyngja staðreyndum. Ég velti því fyrir mér í alvöru af hverju þessar mikilvægu upplýsingar og tölulegu staðreyndir eru hundsaðar hér á þræðinum. [...] Staðreynd er að við stjórnarskiptin urðu gríðarleg umskipti í málefnum flóttafólks - og það sést hér grænt á rauðu!“ Ástæðan fyrir því að ég kalla færsluna blekkingu er sú að hækkunin sem orðið hefur á hlutfalli samþykktra verndarumsókna á síðustu árum hefur ekkert að gera með ákvæði í stjórnarsáttmála eða stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar fyrir atbeina VG. Ytri þættir skýra þróunina Þrennt skýrir þessa breytingu á milli ára: Fækkun verndarumsókna frá öruggum ríkjum, fjölgun umsókna frá Venesúela og afleiðingar COVID-faraldursins. Árið 2017 voru 66% umsókna frá svokölluðum öruggum ríkjum. Þessar umsóknir eru að jafnaði ekki teknar til efnislegrar meðferðar, enda hefur 99% umsókna frá þessum ríkjum verið hafnað á síðustu árum. Það sem af er þessu ári er hlutfall umsókna frá öruggum ríkjum hins vegar aðeins 5%. Þetta skekkir myndina heilmikið og veldur því að hlutfall samþykktra umsókna hækkar töluvert án þess að það skýrist af einhverri stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Á sama tímabili hefur umsóknum frá Venesúela fjölgað töluvert. Það sem af er þessu ári hafa 126 einstaklingar frá Venesúela sótt um vernd, en það eru 21% allra umsókna þessa árs. Árið 2017 barst aðeins ein umsókn frá Venesúela. Útlendingastofnun hefur samþykkt 99% allra verndarumsókna frá Venesúela, en það er í samræmi við tilmæli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um að annað hvort veita hælisleitendum frá Venesúela alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi vegna stöðunnar sem uppi er þar í landi (https://www.visir.is/g/20191720121d). Þetta skýrist því heldur ekki af stefnu VG heldur af ytri aðstæðum. Örugg ríki og Venesúela eru augljóslega þættir sem sveiflast milli ára og skekkja heildarmyndina töluvert. Því er erfitt að fullyrða nokkuð um það hvort áherslur Vinstri grænna hafi haft áhrif á þróunina. Ég hef því tekið saman tölur síðustu ára og undanskilið umsóknir frá öruggum ríkjum og Venesúela. Þá birtist önnur mynd en sú sem forsætisráðherra teiknaði upp í færslu sinni: Árið 2017 voru 28% umsókna samþykktar. Árið 2018 voru 29% umsókna samþykktar. Árið 2019 voru 27% umsókna samþykktar. Það sem af er árinu 2020 hafa 55% umsókna verið samþykktar. Í stað þeirrar stöðugu hlutfallshækkunar sem birtist í framsetningu Katrínar Jakobsdóttur sjáum við hér enga breytingu frá 2017 til 2019 en skyndilegt stökk það sem af er þessu ári. Hvað útskýrir þetta stökk? Í kjölfar COVID-faraldursins settu flest Evrópuríki á ferðatakmarkanir og mörg hver lokuðu tímabundið fyrir endursendingar umsækjenda um alþjóðlega vernd. Vegna þessa varð Útlendingastofnun að taka til efnislegrar meðferðar umsóknir fólks sem hafði áður sótt um eða hlotið vernd í öðrum ríkjum. Það er óljóst hver áhrifin af þessu verða en fram hefur komið að þessi ráðstöfun gæti haft áhrif á mál 225 einstaklinga sem annars hefðu ekki hlotið vernd hér á landi. Þarna er enn eitt dæmið um ytri aðstæður sem draga upp hlutfall samþykktra umsókna. Falsfréttir og upplýsingaóreiða Mynd Katrínar Jakobsdóttur af hlutfallslegri fjölgun samþykktra verndarumsókna sem „árangur“ VG á kjörtímabilinu fellur vel í kramið hjá stuðningsfólki flokksins sem finnst erfitt að horfa upp á stálhnefastefnu Sjálfstæðisflokksins ráða för við ríkisstjórnarborðið. En þegar öllu er á botninn hvolft og öllum steinum velt við kemur blekkingin í ljós. Þessi stórkostlega hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna er ekki afleiðing af stefnu Vinstri grænna, eins og forsætisráðherra heldur fram í færslu sinni, heldur skýrist hún af breyttri samsetningu á uppruna umsækjenda annars vegar og áhrifum COVID-faraldursins hins vegar. Það er umhugsunarefni á tímum falsfrétta og upplýsingaóreiðu að forsætisráðherra skuli bera á borð svo villandi framsetningu gagna í þeim augljósa tilgangi að friðþægja baklandið og blekkja almenning. Gerum betur. Höfundur er jafnaðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Fyrir helgi birti forsætisráðherra færslu á Facebook þar sem hún fjallaði um þróunina á fjölda samþykktra umsókna um alþjóðlega vernd undanfarin ár. Færslunni fylgdi línurit sem sýndi mikla hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna milli ára. Samkvæmt línuritinu var hlutfall samþykktra umsókna aðeins 10% árið 2017, árið sem núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Ári seinna var hlutfallið komið upp í 20%, í fyrra var það 33% og það sem af er þessu ári er hlutfall samþykktra verndarumsókna komið upp í 61%. Þessa miklu hækkun skrifar forsætisráðherra á stefnu ríkisstjórnarinnar. „Þessar tölur geta þó sagt okkur hvort við séum á réttri leið, hvort að þau skref sem við höfum tekið séu að skila árangri fyrir fólk,“ skrifar Katrín. „Hvort við séum að taka á móti fleira fólki á flótta eins og við einsettum okkur þegar stjórnarsáttmálinn var settur saman á árinu 2017.“ Ekki ríkisstjórninni að þakka Með því að setja þessar tölur fram einar og sér er auðvelt að draga upp þá mynd sem Katrín gerir. Almenningur hefur litlar forsendur til að draga tölurnar í efa eða velta fyrir sér hvað liggur þeim að baki. Staðreyndin er hins vegar sú að færsla Katrínar Jakobsdóttur er blekking. Hún er sett fram til að menga umræðuna og friðþægja stuðningsfólk Vinstri grænna í skugga umdeildrar brottvísunar fjögurra barna fjölskyldu til Egyptalands. Athugasemdir við færsluna sýna að blekkingin hefur tilætluð áhrif. Svavar Gestsson, fyrrum ráðherra og stuðningsmaður VG, skrifar: „Fróðlegar upplýsingar. Þetta er aðalatriðið. Þátttaka VG í ríkisstjórn ræður úrslitum. Væri ekki ráð að horfa a staðreyndir?“ Álfheiður Ingadóttir, fyrrum ráðherra VG, tekur í sama streng: „Ósköp á fólk erfitt með að kyngja staðreyndum. Ég velti því fyrir mér í alvöru af hverju þessar mikilvægu upplýsingar og tölulegu staðreyndir eru hundsaðar hér á þræðinum. [...] Staðreynd er að við stjórnarskiptin urðu gríðarleg umskipti í málefnum flóttafólks - og það sést hér grænt á rauðu!“ Ástæðan fyrir því að ég kalla færsluna blekkingu er sú að hækkunin sem orðið hefur á hlutfalli samþykktra verndarumsókna á síðustu árum hefur ekkert að gera með ákvæði í stjórnarsáttmála eða stefnubreytingu ríkisstjórnarinnar fyrir atbeina VG. Ytri þættir skýra þróunina Þrennt skýrir þessa breytingu á milli ára: Fækkun verndarumsókna frá öruggum ríkjum, fjölgun umsókna frá Venesúela og afleiðingar COVID-faraldursins. Árið 2017 voru 66% umsókna frá svokölluðum öruggum ríkjum. Þessar umsóknir eru að jafnaði ekki teknar til efnislegrar meðferðar, enda hefur 99% umsókna frá þessum ríkjum verið hafnað á síðustu árum. Það sem af er þessu ári er hlutfall umsókna frá öruggum ríkjum hins vegar aðeins 5%. Þetta skekkir myndina heilmikið og veldur því að hlutfall samþykktra umsókna hækkar töluvert án þess að það skýrist af einhverri stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Á sama tímabili hefur umsóknum frá Venesúela fjölgað töluvert. Það sem af er þessu ári hafa 126 einstaklingar frá Venesúela sótt um vernd, en það eru 21% allra umsókna þessa árs. Árið 2017 barst aðeins ein umsókn frá Venesúela. Útlendingastofnun hefur samþykkt 99% allra verndarumsókna frá Venesúela, en það er í samræmi við tilmæli Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um að annað hvort veita hælisleitendum frá Venesúela alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi vegna stöðunnar sem uppi er þar í landi (https://www.visir.is/g/20191720121d). Þetta skýrist því heldur ekki af stefnu VG heldur af ytri aðstæðum. Örugg ríki og Venesúela eru augljóslega þættir sem sveiflast milli ára og skekkja heildarmyndina töluvert. Því er erfitt að fullyrða nokkuð um það hvort áherslur Vinstri grænna hafi haft áhrif á þróunina. Ég hef því tekið saman tölur síðustu ára og undanskilið umsóknir frá öruggum ríkjum og Venesúela. Þá birtist önnur mynd en sú sem forsætisráðherra teiknaði upp í færslu sinni: Árið 2017 voru 28% umsókna samþykktar. Árið 2018 voru 29% umsókna samþykktar. Árið 2019 voru 27% umsókna samþykktar. Það sem af er árinu 2020 hafa 55% umsókna verið samþykktar. Í stað þeirrar stöðugu hlutfallshækkunar sem birtist í framsetningu Katrínar Jakobsdóttur sjáum við hér enga breytingu frá 2017 til 2019 en skyndilegt stökk það sem af er þessu ári. Hvað útskýrir þetta stökk? Í kjölfar COVID-faraldursins settu flest Evrópuríki á ferðatakmarkanir og mörg hver lokuðu tímabundið fyrir endursendingar umsækjenda um alþjóðlega vernd. Vegna þessa varð Útlendingastofnun að taka til efnislegrar meðferðar umsóknir fólks sem hafði áður sótt um eða hlotið vernd í öðrum ríkjum. Það er óljóst hver áhrifin af þessu verða en fram hefur komið að þessi ráðstöfun gæti haft áhrif á mál 225 einstaklinga sem annars hefðu ekki hlotið vernd hér á landi. Þarna er enn eitt dæmið um ytri aðstæður sem draga upp hlutfall samþykktra umsókna. Falsfréttir og upplýsingaóreiða Mynd Katrínar Jakobsdóttur af hlutfallslegri fjölgun samþykktra verndarumsókna sem „árangur“ VG á kjörtímabilinu fellur vel í kramið hjá stuðningsfólki flokksins sem finnst erfitt að horfa upp á stálhnefastefnu Sjálfstæðisflokksins ráða för við ríkisstjórnarborðið. En þegar öllu er á botninn hvolft og öllum steinum velt við kemur blekkingin í ljós. Þessi stórkostlega hækkun á hlutfalli samþykktra umsókna er ekki afleiðing af stefnu Vinstri grænna, eins og forsætisráðherra heldur fram í færslu sinni, heldur skýrist hún af breyttri samsetningu á uppruna umsækjenda annars vegar og áhrifum COVID-faraldursins hins vegar. Það er umhugsunarefni á tímum falsfrétta og upplýsingaóreiðu að forsætisráðherra skuli bera á borð svo villandi framsetningu gagna í þeim augljósa tilgangi að friðþægja baklandið og blekkja almenning. Gerum betur. Höfundur er jafnaðarmaður.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar