Vonbrigði fyrir Ballarin að „drífa ekki alla leið“ Sylvía Hall skrifar 19. september 2020 22:30 Michelle Ballarin var með fjólubláan varalit þegar hún kom til landsins á sínum tíma í þeim tilgangi að endurvekja WOW air. Vísir Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem hefur aðstoðað bandaríska fjárfestinn Michelle Ballarin hér á landi, segir hana hafa áhuga á að vera í viðskiptum hér á landi á komandi árum. Það hafi verið mikil vonbrigði fyrir hana að „drífa ekki alla leið með Icelandair-verkefnið“. Greint var frá því fyrr í vikunni að Ballarin hefði gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair og hermdu heimildir fréttastofu að tilboðið hljóðaði upp á sjö milljarða króna. Þá var greint frá því í gær að stjórn Icelandair hafi hafnað tilboði sem nam sömu upphæð. Hefur fréttastofa heimildir fyrir því að það hafi einmitt verið tilboð Ballarin sem stjórn félagsins hafnaði. „Michelle hefur af ýmsum ástæðum og í langan tíma haft áhuga á Íslandi. Hún kynntist Íslandi vel í aðdraganda þess að hún keypti vörumerki WOW. Hana langar að vera hérna einhvers staðar í viðskiptum á komandi árum,“ segir Gunnar Steinn í samtali við Vísi. Hann geti þó ekki tjáð sig um hvort hún hafi áhuga á einhverju öðru en flugrekstri. Þrátt fyrir að gengið sé út frá því að tilboðið sem stjórn Icelandair hafnaði sé komið frá Ballarin hefur það ekki verið tilkynnt formlega að sögn Páls Ágústs Ólafssonar, lögmanns Ballarin. „Við höfum ekkert heyrt, hvorki frá félaginu né bönkunum.“ Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist á fimmtudag.Vísir/Vilhelm Forgangsmál að koma WOW air aftur í loftið Ballarin er ekki ókunn íslenskum flugheimi. Hún stefndi að því að stofna flugfélag á Íslandi og keypti að lokum WOW air af þrotabúi félagsins. Páll Ágúst segir allt kapp lagt á það að koma WOW air aftur í loftið, en ár er liðið frá því að Michelle hélt blaðamannafund á Hótel Sögu þar sem hún kynnti áform sín um endurreisn félagsins. Að sögn Páls er markmiðið enn að bjóða upp á farþega- og fraktflug en hann útilokar ekki að Ballarin ráðist í frekari fjárfestingar hér á landi. „Við erum að sjálfsögðu opin fyrir því ef það koma upp spennandi tækifæri, þá að sjálfsögðu skoðum við það. Fyrst og fremst erum við að vinna að því statt og stöðugt að koma WOW aftur í loftið, þó að tímar séu krefjandi,“ segir Páll. Faraldur kórónuveirunnar hefur sett strik í reikninginn hjá flugfélögum víða um heim, enda fáir á faraldsfæti þegar faraldurinn er í vexti nær allsstaðar í heiminum. Þrátt fyrir það megi landsmenn búast við því að sjá fjólubláa vörumerkið á ný í framtíðinni. „Það eru ekki kjöraðstæður, en það breytir því ekki að við ætlum með WOW aftur í loftið.“ Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21 Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut væntanlega sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45 „Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51 Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Atvinnulíf Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Sjá meira
Gunnar Steinn Pálsson, almannatengill sem hefur aðstoðað bandaríska fjárfestinn Michelle Ballarin hér á landi, segir hana hafa áhuga á að vera í viðskiptum hér á landi á komandi árum. Það hafi verið mikil vonbrigði fyrir hana að „drífa ekki alla leið með Icelandair-verkefnið“. Greint var frá því fyrr í vikunni að Ballarin hefði gert bindandi tilboð í hlutafjárútboði Icelandair og hermdu heimildir fréttastofu að tilboðið hljóðaði upp á sjö milljarða króna. Þá var greint frá því í gær að stjórn Icelandair hafi hafnað tilboði sem nam sömu upphæð. Hefur fréttastofa heimildir fyrir því að það hafi einmitt verið tilboð Ballarin sem stjórn félagsins hafnaði. „Michelle hefur af ýmsum ástæðum og í langan tíma haft áhuga á Íslandi. Hún kynntist Íslandi vel í aðdraganda þess að hún keypti vörumerki WOW. Hana langar að vera hérna einhvers staðar í viðskiptum á komandi árum,“ segir Gunnar Steinn í samtali við Vísi. Hann geti þó ekki tjáð sig um hvort hún hafi áhuga á einhverju öðru en flugrekstri. Þrátt fyrir að gengið sé út frá því að tilboðið sem stjórn Icelandair hafnaði sé komið frá Ballarin hefur það ekki verið tilkynnt formlega að sögn Páls Ágústs Ólafssonar, lögmanns Ballarin. „Við höfum ekkert heyrt, hvorki frá félaginu né bönkunum.“ Stjórn Icelandair hafnaði tilboði sem nam sjö milljörðum króna í hlutafjárútboði félagsins sem kláraðist á fimmtudag.Vísir/Vilhelm Forgangsmál að koma WOW air aftur í loftið Ballarin er ekki ókunn íslenskum flugheimi. Hún stefndi að því að stofna flugfélag á Íslandi og keypti að lokum WOW air af þrotabúi félagsins. Páll Ágúst segir allt kapp lagt á það að koma WOW air aftur í loftið, en ár er liðið frá því að Michelle hélt blaðamannafund á Hótel Sögu þar sem hún kynnti áform sín um endurreisn félagsins. Að sögn Páls er markmiðið enn að bjóða upp á farþega- og fraktflug en hann útilokar ekki að Ballarin ráðist í frekari fjárfestingar hér á landi. „Við erum að sjálfsögðu opin fyrir því ef það koma upp spennandi tækifæri, þá að sjálfsögðu skoðum við það. Fyrst og fremst erum við að vinna að því statt og stöðugt að koma WOW aftur í loftið, þó að tímar séu krefjandi,“ segir Páll. Faraldur kórónuveirunnar hefur sett strik í reikninginn hjá flugfélögum víða um heim, enda fáir á faraldsfæti þegar faraldurinn er í vexti nær allsstaðar í heiminum. Þrátt fyrir það megi landsmenn búast við því að sjá fjólubláa vörumerkið á ný í framtíðinni. „Það eru ekki kjöraðstæður, en það breytir því ekki að við ætlum með WOW aftur í loftið.“
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21 Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut væntanlega sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45 „Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51 Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Næsti yfirmaðurinn þinn gæti verið gervigreind Atvinnulíf Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Sjá meira
Lífeyrissjóðir ekki lengur meirihlutaeigendur í Icelandair Lífeyrissjóðirnir eiga ekki lengur meirihluta í Icelandair en þeir áttu 53,33 prósent í félaginu fyrir útboð félagsins. Almenningur á nú helming hlutfjár. 18. september 2020 19:21
Ballarin mætt vegna útboðs Icelandair og braut væntanlega sóttvarnarreglur Michele Roosevelt Edwards Ballarin fjárfestir er komin til landsins til að taka þátt í hlutafjárútboði Icelandair. Ballarin braut væntanlega sóttvarnareglur en hún sást á kaffihúsi sólarhring eftir komu sína. 17. september 2020 11:45
„Mikil stuðningsyfirlýsing við félagið frá þjóðinni“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist útboð félagsins hafa gengið vonum framar. 18. september 2020 10:51
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent