Viðskipti innlent

Henný til að­­stoðar ríkis­­stjórninni

Atli Ísleifsson skrifar
Henný Hinz.
Henný Hinz. Stjórnarráðið

Henný Hinz hagfræðingur hefur verið ráðin sem aðstoðarmaður ríkisstjórnar með aðsetur í forsætisráðuneytinu. 

Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að Henný muni meðal annars starfa að vinnumarkaðsmálum, þar með talið gerð grænbókar um vinnumarkaðsmál, auk þess að koma að stefnumótun um hagræn viðbrögð vegna loftslagsvárinnar, fjórðu iðnbyltinguna og öðrum efnahagslegum viðfangsefnum.

„Henný er hagfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur starfað hjá Alþýðusambandi Íslands frá árinu 2004 og sem deildarstjóri hagdeildar sambandsins frá árinu 2016. Henný hefur sinnt fjölbreyttum verkefnum og stefnumótun, m.a. á sviði efnahags- og kjaramála, velferðarmála, lífeyrismála, húsnæðismála og verðlags- og neytendamála auk þess að taka þátt í norrænu og alþjóðlegu samstarfi á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar.

Henný er gift Kristjáni Geir Péturssyni lögfræðingi og þau eiga sex börn á aldrinum tveggja til 23 ára.

Henný hefur störf þann 5. október nk,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
7,4
56
183.248
ORIGO
5,32
19
275.503
SJOVA
4,81
22
313.865
TM
3,3
11
132.865
SIMINN
3,27
19
239.725

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
0
4
878
ICEAIR
0
21
14.694
FESTI
0
6
104.486
REITIR
0
10
37.738
EIK
0
4
27.280
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.