Fylkismenn sterkir á heimavelli Bjarni Bjarnason skrifar 17. september 2020 22:44 Þriðja viðureign kvöldsins í Vodafonedeildinni í CS:GO var þegar Fylkir og GOAT tókust á á heimavelli Fylkis. Fylkismenn mættu sjóðandi heitir til leiks og settu GOAT á hælana strax í fyrstu lotunum. GOAT átti engin svör við sóknarmiðuðum spilastíl Fylkis. Þrátt fyrir að taka réttu línurnar dugði það ekki gegn Fylki. En Furious (Þorlákur Máni Dagbjartsson) var heitur og refsaði þeim við hvert tækifæri. Fylkir vann fyrri hálfleik á sannfærandi máta, 12-3. Seinni hálf leikur byrjaði vel fyrir Fylki sem nú var að spila vörn (counter-terrorist). Með góðu samspili nældu þeir sér í 3 fyrstu loturnar og komu leiknum i úrslitalotu. GOAT voru þó ekki tilbúnir að gefast upp. Leikmenn GOAT þeir Hugo (Hugi Snær Hlynsson) og DOM (Daníel Örn Melstað) sem höfðu borið höfuð yfir herðar liðsfélaga sinna það sem af var leiknum tóku á og færðu sínum mönnum 2 lotur. Þetta átak entist þó ekki lengi því að Fylkir tók næstu lotu og lokaði leiknum, 16-5. Fylkir Vodafone-deildin Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Þriðja viðureign kvöldsins í Vodafonedeildinni í CS:GO var þegar Fylkir og GOAT tókust á á heimavelli Fylkis. Fylkismenn mættu sjóðandi heitir til leiks og settu GOAT á hælana strax í fyrstu lotunum. GOAT átti engin svör við sóknarmiðuðum spilastíl Fylkis. Þrátt fyrir að taka réttu línurnar dugði það ekki gegn Fylki. En Furious (Þorlákur Máni Dagbjartsson) var heitur og refsaði þeim við hvert tækifæri. Fylkir vann fyrri hálfleik á sannfærandi máta, 12-3. Seinni hálf leikur byrjaði vel fyrir Fylki sem nú var að spila vörn (counter-terrorist). Með góðu samspili nældu þeir sér í 3 fyrstu loturnar og komu leiknum i úrslitalotu. GOAT voru þó ekki tilbúnir að gefast upp. Leikmenn GOAT þeir Hugo (Hugi Snær Hlynsson) og DOM (Daníel Örn Melstað) sem höfðu borið höfuð yfir herðar liðsfélaga sinna það sem af var leiknum tóku á og færðu sínum mönnum 2 lotur. Þetta átak entist þó ekki lengi því að Fylkir tók næstu lotu og lokaði leiknum, 16-5.
Fylkir Vodafone-deildin Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira