Handbolti

Elvar Örn fór mikinn í góðum bikarsigri Skjern

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elvar Örn lék með Selfyssingum áður en hann hélt út til Danmerkur.
Elvar Örn lék með Selfyssingum áður en hann hélt út til Danmerkur. Vísir/Vilhelm

Elvar Örn Jónsson fór mikinn í liði Skjern er það lagði SønderjyskEaf velli danska bikarnum með 33 mörkum gegn 27. Sveinn Jóhannsson lék með SønderjyskE.

Leikurinn var jafn framan af og mikið skorað strax frá fyrstu mínútu. Heimamenn í SønderjyskE höfðu þó yfirhöndina og voru einu til tveimur mörkum yfir þangað til gestirnir jöfnuðu metin í 8-8 um miðbik fyrri hálfleiks. Í kjölfarið fylgdi góður kafli hjá Skjern sem leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, staðan 18-16 gestunum í vil.

Elvar Örn skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks en liðið skoraði þá fjögur mörk í röð og lagði grunninn að góðum sigri. Mest náði liðið sjö marka forystu en vann á endanum leikinn með sex marka mun, 33-27.

Elvar Örn skoraði sex mörk, öll úr opnum leik. Sveinn skoraði tvö mörk fyrir SønderjyskE.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.