Rafíþróttir

Í beinni: Ís­lands­meistarar síðustu tveggja ára mætast

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þeir Róbert Daði og Aron Þormar eiga báðir leik í kvöld.
Þeir Róbert Daði og Aron Þormar eiga báðir leik í kvöld. Vísir/Key Natura

Í kvöld fer fram leikur ríkjandi Íslandsmeistara Róberts Daða Sigurþórssonar [Fylkir] og Jóhanns Ólafs Jóhannssonar [LFG] en hann var íslandsmeistari á undan Róberti Daða. 

Í hinum leik dagsins mætast maðurinn sem hefur tapað í úrslitum síðustu tvö ár, Aron Þormar Lárusson [Fylkir] og Bjarki Már Sigurðsson [Víkingur]. Sá síðarnefndi kom öllum á óvart í síðustu viku og pakkaði Leif Sævarssyni saman.

Beina útsendingu frá keppni kvöldsins má sjá hér að neðan. Útsendingin hefst klukkan 19.30 og stendur til 20.55. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.