Ræða um að greiða milljarða til að láta FIFA-sakir hverfa Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2020 10:18 Merki Julius Bär í Zürich í Sviss. Einn fyrrverandi starfsmaður var sakfelldur fyrir aðild að FIFA-spillingarmálinu árið 2017. Vísir/EPA Svissneski bankinn Julius Bär gæti greitt bandarískum yfirvöldum jafnvirði milljarða íslenskra króna í sátt til að losna undan ásökunum um aðild að spillingarmáli Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA). Bankinn er sagður hafa hunsað hættu á peningaþvætti sem fólst í greiðslum tengdum FIFA. Reuters-fréttastofan segir að viðræður bankans við bandaríska dómsmálaráðuneytisins um sátt séu langt komnar. Í yfirlýsingu Julius Bär segir að bankinn hafi unnið með rannsakendum meints peningaþvættis og spillingar starfsmanna FIFA, aðildarfélaga sambandsins og fjölmiðla- og markaðsfyrirtækja. Upphæðin sem bankinn gæti þurft að greiða til að ná sátt í málinu er talin hlaupa á tugum milljóna dollara, jafnvirði milljarða íslenskra króna. Svissneska fjármálaeftirlitið sakaði Julius Bär um að hunsa vísbendingar um peningaþvætti í greiðslum sem tengdust FIFA. Þá var fyrrverandi starfsmaður bankans sakfelldur í Bandaríkjunum fyrir samsæri um greiðslur frá forstjóra íþróttamarkaðsfyrirtækis til forseta argentínska knattspyrnusambandsins árið 2017. Bandaríska dómsmálaráðuneytið afhjúpaði stórfellda spillingu innan FIFA árið 2015. Hún fólst í mörgum tilfellum í mútugreiðslum fjölmiðla- og markaðsfyrirtækja til ráðamanna innan FIFA og landssambanda í kringum samninga um útsendingarétt á knattspyrnumótum. Fjöldi háttsettra FIFA-liða var handtekinn og leiddi málið að lokum til þess að Sepp Blatter, forseti sambandsins til fjölda ára, hrökklaðist frá völdum. FIFA Sviss Bandaríkin Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Svissneski bankinn Julius Bär gæti greitt bandarískum yfirvöldum jafnvirði milljarða íslenskra króna í sátt til að losna undan ásökunum um aðild að spillingarmáli Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA). Bankinn er sagður hafa hunsað hættu á peningaþvætti sem fólst í greiðslum tengdum FIFA. Reuters-fréttastofan segir að viðræður bankans við bandaríska dómsmálaráðuneytisins um sátt séu langt komnar. Í yfirlýsingu Julius Bär segir að bankinn hafi unnið með rannsakendum meints peningaþvættis og spillingar starfsmanna FIFA, aðildarfélaga sambandsins og fjölmiðla- og markaðsfyrirtækja. Upphæðin sem bankinn gæti þurft að greiða til að ná sátt í málinu er talin hlaupa á tugum milljóna dollara, jafnvirði milljarða íslenskra króna. Svissneska fjármálaeftirlitið sakaði Julius Bär um að hunsa vísbendingar um peningaþvætti í greiðslum sem tengdust FIFA. Þá var fyrrverandi starfsmaður bankans sakfelldur í Bandaríkjunum fyrir samsæri um greiðslur frá forstjóra íþróttamarkaðsfyrirtækis til forseta argentínska knattspyrnusambandsins árið 2017. Bandaríska dómsmálaráðuneytið afhjúpaði stórfellda spillingu innan FIFA árið 2015. Hún fólst í mörgum tilfellum í mútugreiðslum fjölmiðla- og markaðsfyrirtækja til ráðamanna innan FIFA og landssambanda í kringum samninga um útsendingarétt á knattspyrnumótum. Fjöldi háttsettra FIFA-liða var handtekinn og leiddi málið að lokum til þess að Sepp Blatter, forseti sambandsins til fjölda ára, hrökklaðist frá völdum.
FIFA Sviss Bandaríkin Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira