Viðskipti innlent

Álfheiður ráðin forstjóri Elkem á Íslandi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Álfheiður Ágústsdóttir er nýr forstjóri Elkem á Íslandi.
Álfheiður Ágústsdóttir er nýr forstjóri Elkem á Íslandi. Elkem

Álfheiður Ágústsdóttir hefur tekið við starfi forstjóra Elkem á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Álfheiður hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra fjármála og innkaupa hjá Elkem undanfarin ár.

Þá segir í tilkynningu að Einar Þorsteinsson fráfarandi forstjóri hafi af persónulegum ástæðum óskað eftir að draga úr vinnuframlagi sínu og ábyrgð. Hann muni taka sér stöðu við hlið nýráðins forstjóra sem ráðgjafi á sviði orkumála og vinnumarkaðar.

Álfheiður hóf störf hjá Elkem Ísland sem sumarstarfsmaður árið 2006, fyrst í framleiðslunni og síðar á fjármálasviði. Í upphafi sinnti hún ýmsum störfum hjá Elkem samhliða námi sínu í reikningshaldi og endurskoðun og hefur síðan verið í fullu starfi frá árinu 2009.

Haft er eftir Álfheiði í tilkynningu að verkefnin framundan séu bæði spennandi og krefjandi. Hún þekki starfsfólkið og verksmiðjuna á Grundartanga vel. Þá þakkar hún forvera sínum Einari fyrir framlag sitt til starfsemi Elkem um árabil.

Elkem á Íslandi framleiðir og selur kísilmálm. Fyrirtækið rekur kísilver á Grundartanga. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
1,88
0
0
ORIGO
0,67
4
46.689
REITIR
0,64
15
259.408
REGINN
0
8
40.923
ICEAIR
0
0
0

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,5
3
40.970
HAGA
-2,29
13
229.314
FESTI
-2,05
10
182.389
VIS
-1,89
8
176.627
MAREL
-1,69
22
239.495
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.