Viðskipti innlent

Kjartan Örn í hóp fjár­festinga­stjóra Brunns Ventures

Atli Ísleifsson skrifar
Kjartan Örn Ólafsson.
Kjartan Örn Ólafsson. Brunn ventures

Kjartan Örn Ólafsson hefur gengið til liðs við Brunns Ventures þar sem hann mun ganga í raðir fjárfestingastjóra. Hann hefur setið í stjórn Brunns vaxtarsjóðs frá stofnun árið 2015.

Í tilkynningu segir að Kjartan muni taka þátt í að stýra nýjum átta milljarða vísisjóði (e. venture capital fund) sem ýtt verður úr vör á haustmánuðum undir nafninu Brunnur vaxtarsjóður II.

„Kjartan verður einn af fjórum fjárfestingastjórum í teyminu og mun starfa sem Venture Partner, sem lauslega má þýða sem framtaksfjárfestingarstjóri. Það fyrirkomulag er oft haft á þegar reynslumikill frumkvöðull gengur til liðs við vísisjóð, tekur fullan þátt í öflun tækifæra, undirbúningi, greiningu og eftirfylgni að lokinni fjárfestingu sjóðsins en hefur þá sérstöðu að geta jafnframt verið virkur í öðrum fjárfestingaverkefnum sem ekki skarast við rekstur sjóðsins. Venture Partner fyrirkomulagið er algengt á meðal erlendra vísisjóða en er nú í fyrsta sinn innleitt á Íslandi.

Kjartan hefur stofnað og rekið eigin nýsköpunarfyrirtæki, fjárfest og setið í stjórnum annarra bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum. Má þar nefna félög eins og Basno, GRID, Já, Datamarket og TeaTime. Árið 2011 stofnaði Kjartan tæknifyrirtækið Basno Inc. sem starfar í New York og tryggði því fjármögnun frá leiðandi bandarískum vísisjóðum. Áður var hann um árabil framkvæmdastjóri á viðskiptaþróunarsviði fjölmiðlafyrirtæksins Bertelsmann Inc. í New York. Þar stýrði hann nýsköpunarverkefnum fyrir dótturfyrirtæki þess svo sem Random House, SonyBMG Music og Fremantle Media sem öll eru leiðandi á heimsvísu á sínu sviði,“ segir í tilkynningunni.

Kjartan hefur setið í stjórnum samtaka og stofnana svo sem American-Scandinavian Foundation, Hörpu tónlistarhúss, verið stjórnarformaður Listahátíðar í Reykjavík og er stjórnarformaður UNICEF á Íslandi. Hann las heimspeki og rökfræði til BA-prófs við Háskóla Íslands og Háskólann í Genúa á Ítalíu, og lauk MBA-gráðu frá Harvard Business School.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
0
6
1.048

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-3,2
3
4.145
EIM
-3
5
44.000
VIS
-2,19
2
33.572
FESTI
-1,55
2
5.309
ICESEA
-1,53
4
21.619
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.