Viðskipti erlent

YouTube keppir við TikTok með forritinu Shorts

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
YouTube hefur kynnt til sögunnar Shorts, sem hefur í raun sömu virknu og TikTok.
YouTube hefur kynnt til sögunnar Shorts, sem hefur í raun sömu virknu og TikTok. Getty/Avishek Das/Mateusz Slodkowski

Myndbandaveitan YouTube, sem er í eigu Google, tilkynnti í dag að nýtt forrit á vegum fyrirtækisins muni líta dagsins ljós en það mun vera miðill fyrir stutt myndbönd líkt og samfélagsmiðillinn TikTok sem nýtur gríðarlegra vinsælda.

Frumgerð forritsins, sem ber nafnið Shorts, verður sett á markað á Indlandi á næstu dögum. Samkvæmt yfirlýsingu frá YouTube verður forritið aðgengilegt í fleiri löndum með tímanum en á sama tíma verður unnið að því að bæta forritið.

Á forritinu verður fólki gert kleift að taka upp „stutt og grípandi myndbönd með því að nota aðeins farsíma.“ Hægt verður að klippa saman nokkrar klippur, bæta tónlist við myndböndin, nota niðurteljara og tímastilli til að taka myndböndin upp handfrjálst. Allt þetta stendur þegar til boða á TikTok.

Samkvæmt frétt CNN er það engin tilviljun að forritið verði fyrst kynnt á Indlandi en í júní var TikTok bannað þar í landi auk nokkurra annarra kínverskra forrita sem nutu mikilla vinsælda. Indland heldur því fram að kínversku forritin „ógni fullveldi og rættmæti“ Indlands. Indverskir TikTok notendur hafa síðan þá leitað allra leiða til að koma efni frá sér á svipuðum miðli.

YouTube er ekki fyrsti samfélagsmiðlarisinn sem hefur kynnt forrit með svipaða virkni og TikTok. Í síðasta mánuði kynnti Instagram Reels til sögunnar, sem er í raun alveg eins og TikTok.


Tengdar fréttir

Ekkert verður af kaupum Micros­oft á TikTok

Tölvurisinn Microsoft tilkynnti um það í nótt að ekkert verði af fyrirhuguðum kaupum þess á starfsemi kínverska samskiptamiðlilsins TikTok í Bandaríkjunum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,43
13
174.486
EIK
2,33
7
106.910
EIM
1,44
7
184.158
MAREL
1,36
16
342.683
REGINN
1,31
14
63.048

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
FESTI
-1,67
12
472.073
ICEAIR
-1,41
94
128.771
HAGA
-1,02
9
117.877
SKEL
-0,96
1
310
SYN
-0,92
2
10.857
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.