Viðskipti innlent

Kvöldopnun Kringlunnar á fimmtu­dögum heyrir sögunni til

Atli Ísleifsson skrifar
Opnunartími Kringlunnar hefur verið lengri á fimmtudagskvöldum en önnur virk kvöld síðustu tuttugu árin.
Opnunartími Kringlunnar hefur verið lengri á fimmtudagskvöldum en önnur virk kvöld síðustu tuttugu árin. Vísir/Vilhelm

Sérstök kvöldopnun Kringlunnar á fimmtudögum heyrir nú sögunni til þegar nýr afgreiðslutími verslunarmiðstöðvarinnar tekur gildi. Opið hefur verið í Kringlunni á fimmtudagskvöldum síðastliðin tuttugu ár.

Fréttablaðið greinir frá þessu og hefur eftir Sigurjóni Erni Þórssyni framkvæmdastjóra að um lið í hagræðingu sé að ræða. Verslunarmiðstöðin verði nú opin alla virka daga frá klukkan 10 til 18:30, frá klukkan 11 til 18 á laugardögum og frá klukkan 12 til 17 á sunnudögum.

Sigurjón Örn segir að launakostnaður hafi verið mjög íþyngjandi fyrir rekstraraðila. Með breytingunni sé verið að draga úr afgreiðslutímum um fjóra tíma á viku sem eru allt yfirvinnustundir hjá starfsfólki.

Hann segir að skiptar skoðanir hafi verið um breytinguna meðal rekstraraðila en að þetta hafi verið niðurstaðan.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×