Styðjum við lýðræðislegar umbætur í Hvíta-Rússlandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 10. september 2020 20:16 Ástandið í Hvíta-Rússlandi er lævi blandið og fólk er óttaslegið. Almenningur hefur mótmælt linnulaust eftir úrslit forsetakosninganna 9. ágúst og íbúar í tugþúsundatali hafa látið heyra í sér. Staðan er eldfim og síkvik og getur auðveldlega leitt til frekari óeirða og vopnaðra átaka. Ekki er hægt að útiloka hernaðarlega íhlutun erlends ríkis. Lúkasjenkó sýnir mótmælendum enga miskunn eins og birtist í yfirgengilegu ofbeldi gagnvart þeim. Þrjár forystukonur stjórnarandstöðunnar hafa orðið fyrir barðinu á yfirvöldum. Svetlana Tikhanovskaya, forsetaframbjóðandi, flúði land þar sem hún óttaðist um líf sitt og var veitt skjól í Litháen. Mariu Koleshnikovu, kollega hennar, var rænt af grímuklæddum mönnum og hent upp í bíl til að koma henni úr landi. Fréttir greina frá því að hún hafi streist á móti því við landamæri Úkraínu og þegar þetta er skrifað herma fréttir að hún sé í fangelsi. Þriðja konan, Veronika Tsepkalo, fyrrverandi sendiherra Hvíta-Rússlands í Bandaríkjunum, hefur flúið til Póllands með fjölskyldu sína vegna hótana. Aðrir mótmælendur hafa verið fangelsaðir og fangelsun þeirra notað í áróðursfréttum ríkisfjölmiðla öðrum til varnaðar. Nóbelsskáldið Svetlana Alexeivitch reynir að forðast handtöku í Minsk fyrir að standa að mótmælum og krefjast umbóta. Viðbrögð Norðurlanda ekki alveg samhljóða Evrópuríki hafa leitast við að bregðast við þessar stöðu. ESB hefur hótað því að beita viðskiptaþvingunum, krafist lýðræðislegra umbóta, fordæmt harðlega ofbeldi gegn mótmælendum og krafist tafarlausrar lausnar á pólitískum föngum sem fylla nú fangelsi landsins. Á vettvangi Evrópuráðsins hefur forystufólk fordæmt ofbeldi og krafist þess að yfirvöld eigi lýðræðisleg samtöl við stjórnarandstöðuna. Utanríkisráðherrar NB8-ríkjanna hafa komið fram með með skýr skilaboð um að framganga hvítrússneskra stjórnvalda verði ekki liðin og krafist þess stjórnvöld leysi pólitíska andstæðinga tafarlaust úr haldi. Norðurlöndin hafa einnig reynt að hafa áhrif með beinum aðgerðum. Danir styrkja frjáls félagasamtök frá Hvíta-Rússlandi sem starfa utan landsins um hálfan milljarð danskra króna og Svíar hafa fryst fjárframlög til lýðræðislegra verkefna í Hvíta-Rússlandi, óskað eftir því að heimsækja Minsk og tekið undir með hótunum ESB um viðskiptaþvinganir. Finnar hafa mótmælt harðlega atlögu að lýðræðinu í Hvíta Rússlandi og taka undir með ESB um að setja þurfi á refsiaðgerðir. Noregur og Ísland eiga enn eftir að kynna sambærilegar aðgerðir. Stuðningur Evrópuráðsins við Hvíta-Rússland Ástandið í Hvíta-Rússlandi mun markast á næstunni af viðbrögðum Rússa. Lúkasjenkó sækist eftir stuðningi þeirra en Pútín hefur verið varkár og dulur í viðbrögðum enda hefur Lúkasjenkó ekki stutt Rússa nægilega vel síðustu árin að mati rússneskra stjórnvalda. Þótt Hvítrússar séu ekki aðildarríki að Evrópuráðinu, hefur staðan verið rædd í þaula á vettvangi þess og við þingmennirnir í Evrópuráðsþinginu höfum ítrekað einarðan stuðning við velferð og réttindi hvítrússnesku þjóðarinnar og staðhæfum að forsetakosningarnar hafi verið langt frá því að uppfylla alþjóðlega viðurkennda staðla lýðræðis og réttarríkja. Við, hvort sem er við þingmenn NB8-ríkjanna eða við þingmenn í stjórnmálanefnd Evrópuráðsþingsins, köllum skýrt eftir því að hvítrússnesk stjórnvöld láti tafarlaust af kúgun og ofsóknum á hendur mótmælendum, láti lausa alla pólitíska fanga og rannsaki ofbeldisverk lögreglunnar. Hvítrússnesk stjórnvöld eru líka hvött til að hefja samræður þegar í stað við stjórnarandstöðuna um leiðina til aukins lýðræðis og rætt er um að senda sendinefnd til Minsk til að ræða við alla aðila. “Þetta er mín þjóð, þetta er landið mitt…” Á fundi stjórnmálanefndar Evrópuráðsþingsins 8. september sl. ræddum við við Svetlönu Tikhanovskayu, forsetaframbjóðanda í útlegð frá sínu eigin ríki. Svetlana var þreytt en yfirveguð og harðákveðin í því að forsetakosningarnar hefðu verið ólöglegar og mun fleiri en hálf milljón manna hefðu kosið hana. Hún fordæmdi miskunnarlaust ofbeldi í garð mótmælenda og kallaði eftir stuðningi og aðstoð. Hún varaði líka við því að Lúkasjenkó væri ekki lýðræðislega kosinn og hefði því ekki umboð fólksins. Að almenningur í Hvíta-Rússlandi þrái friðsamlegar breytingar. Sagði svo eins og sannur leiðtogi; “ Þetta er þjóð mín, þetta er landið mitt, fólkið mitt þarfnast hjálpar” Háttsettir rússneskir þingmenn á fundinum brugðust hart við málflutningi hennar og harðar en ég og fleiri áttum von á. Þeir fordæmdu Svetlönu, drógu úr umboði hennar og lýstu yfir stuðningi við niðurstöður forsetakosninganna. Þessi harða nálgun Rússanna var fréttnæm á alþjóðavísu. Baráttan fyrir alvöru lýðræði íbúa Hvíta-Rússlands er rétt að byrja. Og hún verður erfið. Það eru grundvallarmannréttindi að fá að taka þátt í frjálsum og lýðræðislegum kosningum og að fá að mótmæla á friðsaman hátt. Við Íslendingar eigum ekki bara að minna á þessi mannréttindi við hvert tækifæri, heldur styðja af öllum mætti við lýðræðislegar umbætur og við sjálfsögð réttindi íbúa. Það er ekki nóg að senda skilaboð gegnum facebook eða twitter heldur verður að láta verkin tala, með orðum og gjörðum sem skipta máli og hafa áhrif. Raunverulegar aðgerðir og alvöru stuðningur í verki fyrir fólk í leit að frjálsara lífi er það sem skiptir mestu máli. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Evrópuráðsþingsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvíta-Rússland Utanríkismál Mest lesið „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ástandið í Hvíta-Rússlandi er lævi blandið og fólk er óttaslegið. Almenningur hefur mótmælt linnulaust eftir úrslit forsetakosninganna 9. ágúst og íbúar í tugþúsundatali hafa látið heyra í sér. Staðan er eldfim og síkvik og getur auðveldlega leitt til frekari óeirða og vopnaðra átaka. Ekki er hægt að útiloka hernaðarlega íhlutun erlends ríkis. Lúkasjenkó sýnir mótmælendum enga miskunn eins og birtist í yfirgengilegu ofbeldi gagnvart þeim. Þrjár forystukonur stjórnarandstöðunnar hafa orðið fyrir barðinu á yfirvöldum. Svetlana Tikhanovskaya, forsetaframbjóðandi, flúði land þar sem hún óttaðist um líf sitt og var veitt skjól í Litháen. Mariu Koleshnikovu, kollega hennar, var rænt af grímuklæddum mönnum og hent upp í bíl til að koma henni úr landi. Fréttir greina frá því að hún hafi streist á móti því við landamæri Úkraínu og þegar þetta er skrifað herma fréttir að hún sé í fangelsi. Þriðja konan, Veronika Tsepkalo, fyrrverandi sendiherra Hvíta-Rússlands í Bandaríkjunum, hefur flúið til Póllands með fjölskyldu sína vegna hótana. Aðrir mótmælendur hafa verið fangelsaðir og fangelsun þeirra notað í áróðursfréttum ríkisfjölmiðla öðrum til varnaðar. Nóbelsskáldið Svetlana Alexeivitch reynir að forðast handtöku í Minsk fyrir að standa að mótmælum og krefjast umbóta. Viðbrögð Norðurlanda ekki alveg samhljóða Evrópuríki hafa leitast við að bregðast við þessar stöðu. ESB hefur hótað því að beita viðskiptaþvingunum, krafist lýðræðislegra umbóta, fordæmt harðlega ofbeldi gegn mótmælendum og krafist tafarlausrar lausnar á pólitískum föngum sem fylla nú fangelsi landsins. Á vettvangi Evrópuráðsins hefur forystufólk fordæmt ofbeldi og krafist þess að yfirvöld eigi lýðræðisleg samtöl við stjórnarandstöðuna. Utanríkisráðherrar NB8-ríkjanna hafa komið fram með með skýr skilaboð um að framganga hvítrússneskra stjórnvalda verði ekki liðin og krafist þess stjórnvöld leysi pólitíska andstæðinga tafarlaust úr haldi. Norðurlöndin hafa einnig reynt að hafa áhrif með beinum aðgerðum. Danir styrkja frjáls félagasamtök frá Hvíta-Rússlandi sem starfa utan landsins um hálfan milljarð danskra króna og Svíar hafa fryst fjárframlög til lýðræðislegra verkefna í Hvíta-Rússlandi, óskað eftir því að heimsækja Minsk og tekið undir með hótunum ESB um viðskiptaþvinganir. Finnar hafa mótmælt harðlega atlögu að lýðræðinu í Hvíta Rússlandi og taka undir með ESB um að setja þurfi á refsiaðgerðir. Noregur og Ísland eiga enn eftir að kynna sambærilegar aðgerðir. Stuðningur Evrópuráðsins við Hvíta-Rússland Ástandið í Hvíta-Rússlandi mun markast á næstunni af viðbrögðum Rússa. Lúkasjenkó sækist eftir stuðningi þeirra en Pútín hefur verið varkár og dulur í viðbrögðum enda hefur Lúkasjenkó ekki stutt Rússa nægilega vel síðustu árin að mati rússneskra stjórnvalda. Þótt Hvítrússar séu ekki aðildarríki að Evrópuráðinu, hefur staðan verið rædd í þaula á vettvangi þess og við þingmennirnir í Evrópuráðsþinginu höfum ítrekað einarðan stuðning við velferð og réttindi hvítrússnesku þjóðarinnar og staðhæfum að forsetakosningarnar hafi verið langt frá því að uppfylla alþjóðlega viðurkennda staðla lýðræðis og réttarríkja. Við, hvort sem er við þingmenn NB8-ríkjanna eða við þingmenn í stjórnmálanefnd Evrópuráðsþingsins, köllum skýrt eftir því að hvítrússnesk stjórnvöld láti tafarlaust af kúgun og ofsóknum á hendur mótmælendum, láti lausa alla pólitíska fanga og rannsaki ofbeldisverk lögreglunnar. Hvítrússnesk stjórnvöld eru líka hvött til að hefja samræður þegar í stað við stjórnarandstöðuna um leiðina til aukins lýðræðis og rætt er um að senda sendinefnd til Minsk til að ræða við alla aðila. “Þetta er mín þjóð, þetta er landið mitt…” Á fundi stjórnmálanefndar Evrópuráðsþingsins 8. september sl. ræddum við við Svetlönu Tikhanovskayu, forsetaframbjóðanda í útlegð frá sínu eigin ríki. Svetlana var þreytt en yfirveguð og harðákveðin í því að forsetakosningarnar hefðu verið ólöglegar og mun fleiri en hálf milljón manna hefðu kosið hana. Hún fordæmdi miskunnarlaust ofbeldi í garð mótmælenda og kallaði eftir stuðningi og aðstoð. Hún varaði líka við því að Lúkasjenkó væri ekki lýðræðislega kosinn og hefði því ekki umboð fólksins. Að almenningur í Hvíta-Rússlandi þrái friðsamlegar breytingar. Sagði svo eins og sannur leiðtogi; “ Þetta er þjóð mín, þetta er landið mitt, fólkið mitt þarfnast hjálpar” Háttsettir rússneskir þingmenn á fundinum brugðust hart við málflutningi hennar og harðar en ég og fleiri áttum von á. Þeir fordæmdu Svetlönu, drógu úr umboði hennar og lýstu yfir stuðningi við niðurstöður forsetakosninganna. Þessi harða nálgun Rússanna var fréttnæm á alþjóðavísu. Baráttan fyrir alvöru lýðræði íbúa Hvíta-Rússlands er rétt að byrja. Og hún verður erfið. Það eru grundvallarmannréttindi að fá að taka þátt í frjálsum og lýðræðislegum kosningum og að fá að mótmæla á friðsaman hátt. Við Íslendingar eigum ekki bara að minna á þessi mannréttindi við hvert tækifæri, heldur styðja af öllum mætti við lýðræðislegar umbætur og við sjálfsögð réttindi íbúa. Það er ekki nóg að senda skilaboð gegnum facebook eða twitter heldur verður að láta verkin tala, með orðum og gjörðum sem skipta máli og hafa áhrif. Raunverulegar aðgerðir og alvöru stuðningur í verki fyrir fólk í leit að frjálsara lífi er það sem skiptir mestu máli. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Evrópuráðsþingsins.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun