Viðskipti innlent

Frá Bænda­sam­tökunum og til Mjólkur­sam­sölunnar

Atli Ísleifsson skrifar
Erna Bjarnadóttir.
Erna Bjarnadóttir. MS

Erna Bjarnadóttir hagfræðingur hefur verið ráðin verkefnastjóri á rekstrarsviði hjá Mjólkursamsölunni.

Erna hefur starfað sem hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands í tuttugu ár auk þess sem hún átti sæti í stjórn Arion banka (áður Nýja Kaupþing) á árunum 2008 til 2010.

Í tilkynningu kemur fram að Erna sé búfræðikandídat frá Hvanneyri, með meistaragráðu í hagfræði frá University College of Wales og diplóma í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.

Hún hefur þegar hafið störf hjá Mjólkursamsölunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×