Viðskipti innlent

Gisti­nætur Ís­lendinga á Norður- og Austur­landi marg­földuðust í júlí

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin er tekin á Seyðisfirði, vinsælum áfangastað á Austurlandi.
Myndin er tekin á Seyðisfirði, vinsælum áfangastað á Austurlandi. Vísir/Vilhelm

Gistinætur Íslendinga á Norðurlandi og Austurlandi margfölduðust í júlí samanborið við sama mánuð í fyrra.

Fjölgun gistinótta landans í þessum tveimur landshlutum var mun meiri en annars staðar á landinu samkvæmt tölum Hagstofunnar en fjallað er um málið í nýrri Hagsjá Landsbankans.

Gistinóttum Íslendinga fjölgaði þannig um 674% á Austurlandi og 552% á Norðurlandi í júlí. Til samanburðar var fjölgunin aðeins 54% á höfuðborgarsvæðinu og þá fækkaði gistinóttum Íslendinga á Suðurnesjum um 49% á milli ára.

„Þessa fækkun á Suðurnesjum má líklegast rekja til þess að gistinætur Íslendinga þar á síðustu árum hafa fyrst og fremst verið í tengslum við utanlandsferðir þeirra. Á eftir Austurlandi og Norðurlandi var fjölgunin mest á Suðurlandi, 312% og Vesturlandi og Vestfjörðum 203%,“ segir í Hagsjánni.

Almennt fækkaði gistinóttum þó á hótelum í júlí enda hefur ferðamönnum fækkað gríðarlega hér á landi undanfarna mánuði vegna kórónuveirufaraldursins, miðað við árið í fyrra.

„Segja má að í upphafi faraldursins hafi fækkun gistinótta verið mjög svipuð eftir svæðum. Þannig lá hún á fremur þröngu bili í mars, apríl og maí. Í júní fór að draga í sundur með svæðum hvað fækkunina varðar og í júlí kom í ljós verulegur munur í fækkun gistinótta.

Þannig var fækkun gistinótta mest á Suðurnesjum, 74,4% og 73,9% á höfuðborgarsvæðinu í júlí. Þar á eftir kom Suðurland með rúmlega helmings fækkun.

Fækkunin reyndist hins vegar töluvert minni á öðrum svæðum. Á Vesturlandi og Vestfjörðum mældist hún 25,6% en einungis 13,5% á Austurlandi og 8,1% á Norðurlandi,“ segir í Hagsjánni sem lesa má í heild sinni á vef Landsbankans.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
5,88
79
288.851
EIM
5,23
18
206.601
MAREL
0,83
19
277.776
LEQ
0,69
3
5.340
ICESEA
0,57
5
8.382

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SVN
-1,59
33
57.469
FESTI
-1,25
4
81.316
HAGA
-1,01
4
2.561
SIMINN
-0,79
11
182.467
REGINN
-0,76
2
178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.