Viðskipti innlent

Nær öllum flugferðum Icelandair aflýst í dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli.
Flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/vilhelm

Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst. Flug Icelandair til Kaupmannahafnar og London nú fyrri part dags eru þó á áætlun, sem og flug til landsins frá borgunum síðdegis.

Icelandair aflýsti meirihluta flugferða félagsins til og frá landinu í gær. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi félagsins sagði í samtali við Mbl í gær að um væri að ræða viðbrögð við breyttum sóttvarnareglum á landamærum. Allir farþegar sem koma til landsins þurfa nú að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir fyrir kórónuveirunni.

Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia eru flug annarra flugfélaga, SAS, Wizz air og Lufthansa, á áætlun.


Tengdar fréttir

Segir erfitt að keppa við niður­greiddan sam­göngu­máta

Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×