Átján flugferðum Icelandair til og frá landinu í dag hefur verið aflýst. Flug Icelandair til Kaupmannahafnar og London nú fyrri part dags eru þó á áætlun, sem og flug til landsins frá borgunum síðdegis.
Icelandair aflýsti meirihluta flugferða félagsins til og frá landinu í gær. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi félagsins sagði í samtali við Mbl í gær að um væri að ræða viðbrögð við breyttum sóttvarnareglum á landamærum. Allir farþegar sem koma til landsins þurfa nú að fara í nokkurra daga sóttkví og tvær skimanir fyrir kórónuveirunni.
Samkvæmt upplýsingum á vef Isavia eru flug annarra flugfélaga, SAS, Wizz air og Lufthansa, á áætlun.