Segir erfitt að keppa við niðurgreiddan samgöngumáta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. september 2020 20:42 Hörður Guðmundsson er forstjóri Ernis. Vísir/Sigurjón Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. Þetta kom fram í viðtali við Hörð í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var Hörður spurður hvað þyrfti að gerast svo ákvörðun félagsins yrði dregin til baka. Hann sagði ýmislegt þurfa að koma til. „Samgöngurnar eru samkeppnismarkaður. Við erum bara lítið fjölskyldufyrirtæki sem heldur úti almenningssamgöngum um landið, þar á meðal til Eyja og í samkeppni við niðurgreiddan bát, ásamt náttúrulega flugi. Skattlagning og gjöld á flugið eru það há að það er ekkert hægt að koma niður fargjöldum. Þó höfum við verið að bjóða fargjöld síðastliðna þrjá mánuði með 50 prósent afslætti,“ segir Hörður. Hann segir að ríkið verði að taka ákvörðun um hvort niðurgreiða eigi flug til Vestmannaeyja. „Ég skil það að Vestmanneyingar þurfa, eins og aðrir landsmenn, að hafa samgöngur. Ég er ekki að segja að ríkið eigi að gera eitt eða neitt í því. Ef það er talið nauðsynlegt að halda úti flugsamgöngum á einhverja staði verður hið opinbera að koma til með það,“ segir Hörður. Hann bendir á að flug á Bíldudal, Gjögur og Hornafjörð sé niðurgreitt. Hann segir að þrátt fyrir meðgjöf sé erfitt að halda úti flugi til þessara staða. Hörður segist, þrátt fyrir allt, sé fyrir hendi vilji stjórnvalda til að koma til móts við þau félög sem sinna innanlandsflugi. „Jú, ég held það. Þeim aðilum sem hafa með fjárveitingarvaldið að gera, þeim er náttúrulega þröngur stakkur skorinn,“ segir Hörður og bendir á stöðuna sem nú er uppi hjá Icelandair. Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjáraukalaga er lagt til að félaginu verði veitt lán með ríkisábyrgð upp á 16,5 milljarða króna. Eins bendir Hörður á að Air Iceland Connect, dótturfélag Icelandair og umsvifamesti aðilinn á innanlandsflugmarkaði, horfi fram á erfiða tíma. „Flugfélagið Ernir er kannski í dag eitt best stadda félagið í landinu, þrátt fyrir allt,“ segir Hörður. Hann segir það stafa af því að frá upphafi faraldursins hafi félagið notið þess að vera með frambærilegar vélar sem hefi getað flogið verktökum, skipsáhöfnum og annað slíkt. Slíkir farþegar hefðu að öðrum kosti nýtt sér áætlunarflug til og frá Keflavík, en það dróst mikið saman þegar faraldurinn tók að láta á sér kræla hérlendis. Viðtalið við Hörð í heild sinni má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni. Vestmannaeyjar Samgöngur Fréttir af flugi Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Viðskipti innlent Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Sjá meira
Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, segir það ekki koma til af góðu að félagið hafi ákveðið að hætta flugi til Vestmannaeyja. Margt þurfi að koma til svo ákvörðunin yrði dregin til baka og róðurinn á innanlandsflugmarkaði sé þungur. Þetta kom fram í viðtali við Hörð í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar var Hörður spurður hvað þyrfti að gerast svo ákvörðun félagsins yrði dregin til baka. Hann sagði ýmislegt þurfa að koma til. „Samgöngurnar eru samkeppnismarkaður. Við erum bara lítið fjölskyldufyrirtæki sem heldur úti almenningssamgöngum um landið, þar á meðal til Eyja og í samkeppni við niðurgreiddan bát, ásamt náttúrulega flugi. Skattlagning og gjöld á flugið eru það há að það er ekkert hægt að koma niður fargjöldum. Þó höfum við verið að bjóða fargjöld síðastliðna þrjá mánuði með 50 prósent afslætti,“ segir Hörður. Hann segir að ríkið verði að taka ákvörðun um hvort niðurgreiða eigi flug til Vestmannaeyja. „Ég skil það að Vestmanneyingar þurfa, eins og aðrir landsmenn, að hafa samgöngur. Ég er ekki að segja að ríkið eigi að gera eitt eða neitt í því. Ef það er talið nauðsynlegt að halda úti flugsamgöngum á einhverja staði verður hið opinbera að koma til með það,“ segir Hörður. Hann bendir á að flug á Bíldudal, Gjögur og Hornafjörð sé niðurgreitt. Hann segir að þrátt fyrir meðgjöf sé erfitt að halda úti flugi til þessara staða. Hörður segist, þrátt fyrir allt, sé fyrir hendi vilji stjórnvalda til að koma til móts við þau félög sem sinna innanlandsflugi. „Jú, ég held það. Þeim aðilum sem hafa með fjárveitingarvaldið að gera, þeim er náttúrulega þröngur stakkur skorinn,“ segir Hörður og bendir á stöðuna sem nú er uppi hjá Icelandair. Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjáraukalaga er lagt til að félaginu verði veitt lán með ríkisábyrgð upp á 16,5 milljarða króna. Eins bendir Hörður á að Air Iceland Connect, dótturfélag Icelandair og umsvifamesti aðilinn á innanlandsflugmarkaði, horfi fram á erfiða tíma. „Flugfélagið Ernir er kannski í dag eitt best stadda félagið í landinu, þrátt fyrir allt,“ segir Hörður. Hann segir það stafa af því að frá upphafi faraldursins hafi félagið notið þess að vera með frambærilegar vélar sem hefi getað flogið verktökum, skipsáhöfnum og annað slíkt. Slíkir farþegar hefðu að öðrum kosti nýtt sér áætlunarflug til og frá Keflavík, en það dróst mikið saman þegar faraldurinn tók að láta á sér kræla hérlendis. Viðtalið við Hörð í heild sinni má heyra í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Vestmannaeyjar Samgöngur Fréttir af flugi Mest lesið Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Viðskipti innlent „Sporttöppum“ aftur komið fyrir Neytendur Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Viðskipti innlent Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Sjá meira