Viðskipti innlent

5G í loftið hjá Voda­fone

Atli Ísleifsson skrifar
Í tilefni dagsins hélt Vodafone kynningu á 5G og tengdri tækni.
Í tilefni dagsins hélt Vodafone kynningu á 5G og tengdri tækni. Vodafone

Vodafone hóf í dag uppbyggingu á 5G-kerfi á Íslandi en fyrsti sendir fyrirtækisins er staðsettur við höfuðstöðvar þess á Suðurlandsbraut.

Í tilkynningu frá félaginu segir að stefnt sé á öfluga uppbyggingu 5G næstu árin, meðal annars í gegnum Sendafélagið sem sé í sameiginlegri eigu Vodafone og Nova. 5G sé fimmta kynslóð farsímakerfa sem bjóði upp á allt að tífalt meiri hraða en 4G með meðalhraða upp á 150-200Mb á sekúndu.

Vodafone starfrækir í dag 4G kerfi sem nær til 99,7 prósent landsmanna og muni áfram verða unnið að uppbyggingu þess samhliða 5G.

Haft er eftir Heiðari Guðjónssyni, forstjóra Vodafone, að Vodafone hafi verið leiðandi í IoT (Internet of Things) lausnum hér á landi og starfað með fjöldamörgum fyrirtækjum og sveitarfélögum á því sviði síðustu ár. 

„5G mun styrkja stöðu okkar enn frekar auk þess að opna á spennandi möguleika hvað varðar nettengingar fyrir heimilin í landinu. Áhrif 5G munu verða fyrir heimili og fyrirtæki svipuð og 4G var fyrir einstaklinga á sínum tíma,“ segir Heiðar.

Vísir er í eigu Sýnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×