Handbolti

Eyjamenn fá til sín 21 árs gamlan danskan strák

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jonathan Werdelin spilar með Eyjaliðunum í vetur.
Jonathan Werdelin spilar með Eyjaliðunum í vetur. Mynd/ÍBV

Eyjammenn hafa samið við ungan danskan handboltamann fyrir komandi tímabil í Olís deild karla.

Jonathan Werdelin skrifaði nýverið undir eins árs samning við ÍBV en hann er 21 árs gamall danskur leikmaður sem leikur sem hægri skytta.

Werdelin lék síðast með TMS Ringsted í Danmörku sem spilar í dönsku b-deildinni.

Það er þó að heyra á fréttatilkynningu að Jonathan Werdelin er ekki alveg öruggur með sæti í aðalliði Eyjamenn í vetur. Hann er sagður þar að hann muni æfa og spila með meistaraflokki og/eða U-liði félagsins í vetur.

Eyjamenn misstu hægri stórskyttuna Kristján Örn Kristjánsson til franska liðsins AIX Pauc eftir síðasta tímabil og Werdelin þarf að vera öflugur ætli hann að fylla í það skarð.

ÍBV hefur verið að fá yngri leikmenn til sín í sumar. Hinn 24 ára gamli Sigtryggur Daði Rúnarsson kom til liðsins frá Lübeck-Schwartau í Þýskalandi og hinn 21 árs gamli Ásgeir Snær Vignisson kom frá Val.

Jonathan Werdelin til ÍBV! Jonathan Werdelin skrifaði nýverið undir 1 árs samning við ÍBV. Jonathan er 21 árs gamall...

Posted by ÍBV Handbolti on Mánudagur, 31. ágúst 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×