Viðskipti innlent

Hópuppsögn hjá Fríhöfninni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm

Sextíu og tveimur starfsmönnum Fríhafnarinnar var sagt upp í hópuppsögn í dag. Í tilkynningu frá Isavia segir að þetta hafi verið óhjákvæmilegt í ljósi mikils samdráttar í rekstri og óvissu vegna kórónuveirufaraldursins.

Útlit sé fyrir að ferðamenn verði afar fáir næstu misserin og þrátt fyrir að gripið hafi verið til ýmissa hagfræðingaraðgerða sé staðan og útlitið verra en spáð var á fyrstu stigum.

Stöðugildum hjá Fríhöfninni hafi nú verið fækkað um tæp sextíu prósent frá því að áhrifa faraldursins hafi farið að gæta.

Hluti starfsmanna Fríhafnarinnar eru íbúar Reykjanesbæjar þar sem íbúar hafa beðið yfirvöld um að gleyma sér ekki í því ástandi sem þar ríkir nú. Ríkið verði að bregðast við því ekki sé hægt að lifa svona til lengdar, segir einn sem missti vinnuna nýverið. Rætt var við íbúa í Reykjanesbæ um helgina.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×