Viðskipti innlent

Ráðin fram­kvæmda­stjóri Hårklinik­ken á Ís­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Rakel Pálmadóttir.
Rakel Pálmadóttir. Aðsend/Begga Svavars

Rakel Pálmadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Hårklinikken á Íslandi.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að undanfarin fimm ár hafi Rakel starfað hjá Pandora í London og suðaustur Englandi.

„Hún sá þar um almennan stuðning við verslunarstjóra búðanna, hvort sem það voru ráðningar, skipulag eða upplifun viðskiptavina. Hún var einnig yfir innkaupum hjá fyrirtækinu um tíma og sá um vörulager og vörustjórnun.

Árin 2013-2015 starfaði hún sem verslunarstjóri hjá Kiehl´s í Magasin Kaupmannahöfn, sem þá var flaggskipsbúð fyrirtækisins á Norðurlöndunum. Hún starfaði áður á hárgreiðslu- og snyrtistofunni Kyhl Coiffure í Helsingör í Danmörku og sá um daglegan rekstur auk þess að sjá um meðferðir,“ segir í tilkynningunni.

Hårklinikken opnaði fyrsta útibú sitt í Reykjavík að Laugavegi 15 í lok maí síðastliðnum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×