Jon Rahm tryggði sér sigur með mögnuðu tuttugu metra pútti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2020 12:30 Spánverjinn Jon Rahm fagnar sigurpúttinu sínu á BMW Championship. EPA-EFE/TANNEN MAURY Jon Rahm fagnaði sigri á BMW Championship mótinu á bandarísku mótaröðinni um helgina en það þurfti umspil til að skera út um sigurvegara. Jon Rahm og Dustin Johnson enduðu báðir mótið á fjórum höggum undir pari og úrslitin réðust því í umspili. Þeir félagar léku á tveimur höggum betur en Joaquin Niemann og Hideki Matsuyama sem deildu þriðja sætinu. Fimmti var síðan Tony Finau á einu höggi undir pari. Það lýsir erfiðleikastigi vallarins að aðeins fimm efstu kylfingunum tókst að spila undir pari á mótinu. Are you kidding me, @JonRahmpga?!?!#BMWCHAMPS pic.twitter.com/wgSOW5N66P— BMW Championship (@BMWchamps) August 30, 2020 Jon Rahm tryggði sér sigurinn í umspilinu með því að seta niður meira en tuttugu metra pútt á lokaholunni. Dustin Johnson trúði því eiginlega ekki að kúlan hafi farið ofan í. Dustin átti möguleika á þvi að vinna sitt annað mót í röð en gat bara hlegið þegar hann sá pútt Rahm enda í holunni. Jon Rahm þurfti ekki aðeins að pútta kúlunni þessa rúmu tuttugu metra heldur var einnig mikið landslag í flötinni og þurfti kúlan hans að fara yfir hrygg á leiðinni í holuna. „Ég trúi því ekki ennþá að þetta hafi gerst,“ sagði Jon Rahm en Dustin Johnson sjálfur hafði tryggt sér sæti í umspilinu með tæplega fjórtán metra pútti. Þeir tveir buðu því upp á sýningu og dramatík á síðasta hálftíma mótsins. Jon Rahm hafði spilað frábærlega á hringunum báðum um helgina sem hann lék á 66 og 64 höggum. Það var allt annað en fyrstu tveir hringirnir sem hann lék á sextán fleiri höggum eða á 75 og 71 höggi. Jon Rahm er 25 ára gamall Spánverji sem hefur aldrei náð að vinna risamót. Hann var aftur á móti að vinna sinn annað PGA-mót eftir kórónuveiruhléið því Rahm vann einnig Memorial mótið í júlí. Rahm fékk 1,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir að vinna mótið eða 236 milljónir íslenskra króna. Hér fyrir neðan má sjá sigurpúttið hjá Jon Rahm. 66 FEET for the WIN! UNBELIEVABLE putt from @JonRahmPGA to claim @BMWChamps in a playoff! #QuickHits pic.twitter.com/DktJRjZLoj— PGA TOUR (@PGATOUR) August 30, 2020 Anything you can do, I can do better. pic.twitter.com/6qFYlrI1as— PGA TOUR (@PGATOUR) August 31, 2020 Golf Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira
Jon Rahm fagnaði sigri á BMW Championship mótinu á bandarísku mótaröðinni um helgina en það þurfti umspil til að skera út um sigurvegara. Jon Rahm og Dustin Johnson enduðu báðir mótið á fjórum höggum undir pari og úrslitin réðust því í umspili. Þeir félagar léku á tveimur höggum betur en Joaquin Niemann og Hideki Matsuyama sem deildu þriðja sætinu. Fimmti var síðan Tony Finau á einu höggi undir pari. Það lýsir erfiðleikastigi vallarins að aðeins fimm efstu kylfingunum tókst að spila undir pari á mótinu. Are you kidding me, @JonRahmpga?!?!#BMWCHAMPS pic.twitter.com/wgSOW5N66P— BMW Championship (@BMWchamps) August 30, 2020 Jon Rahm tryggði sér sigurinn í umspilinu með því að seta niður meira en tuttugu metra pútt á lokaholunni. Dustin Johnson trúði því eiginlega ekki að kúlan hafi farið ofan í. Dustin átti möguleika á þvi að vinna sitt annað mót í röð en gat bara hlegið þegar hann sá pútt Rahm enda í holunni. Jon Rahm þurfti ekki aðeins að pútta kúlunni þessa rúmu tuttugu metra heldur var einnig mikið landslag í flötinni og þurfti kúlan hans að fara yfir hrygg á leiðinni í holuna. „Ég trúi því ekki ennþá að þetta hafi gerst,“ sagði Jon Rahm en Dustin Johnson sjálfur hafði tryggt sér sæti í umspilinu með tæplega fjórtán metra pútti. Þeir tveir buðu því upp á sýningu og dramatík á síðasta hálftíma mótsins. Jon Rahm hafði spilað frábærlega á hringunum báðum um helgina sem hann lék á 66 og 64 höggum. Það var allt annað en fyrstu tveir hringirnir sem hann lék á sextán fleiri höggum eða á 75 og 71 höggi. Jon Rahm er 25 ára gamall Spánverji sem hefur aldrei náð að vinna risamót. Hann var aftur á móti að vinna sinn annað PGA-mót eftir kórónuveiruhléið því Rahm vann einnig Memorial mótið í júlí. Rahm fékk 1,7 milljónir Bandaríkjadala fyrir að vinna mótið eða 236 milljónir íslenskra króna. Hér fyrir neðan má sjá sigurpúttið hjá Jon Rahm. 66 FEET for the WIN! UNBELIEVABLE putt from @JonRahmPGA to claim @BMWChamps in a playoff! #QuickHits pic.twitter.com/DktJRjZLoj— PGA TOUR (@PGATOUR) August 30, 2020 Anything you can do, I can do better. pic.twitter.com/6qFYlrI1as— PGA TOUR (@PGATOUR) August 31, 2020
Golf Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira