Golf

Ólafía á meðal tuttugu efstu í móti um helgina | Guðrún Brá náði í gegnum niðurskurðinn

Ísak Hallmundarson skrifar
Ólafía Þórunn spilaði vel um helgina.
Ólafía Þórunn spilaði vel um helgina. getty/Jorge Lemus

Tip­sport Czech Ladies Open-mót­inu lauk í dag en mótið er hluti af LET, Evróputúr kvenna í golfi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir voru á meðal þátttakenda í mótinu.

Ólafía Þórunn endaði í 20. sæti, jöfn fimm öðrum kylfingum, á samtals fimm höggum undir pari. Hún lék fyrsta hringinn á fimm undir, næsta á tveimur yfir og þriðja og síðasta hringinn á tveimur höggum undir pari.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir rétt komst í gegnum niðurskurðinn sem var eftir hringinn í gær. Á lokahringnum í dag spilaði hún á einu höggi yfir pari og spilaði hún samtals á þremur höggum yfir pari í mótinu og endaði í 57. sæti. 

Emily Kristine Pedersen frá Danmörku vann mótið á sautján höggum undir pari, fjórum höggum betra skori en næsti kylfingur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.