Braskari allra landsmanna Þorsteinn Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2020 21:45 Nú standa sem hæst byggingaframkvæmdir Landsbankans á dýrustu lóð á Íslandi. Þar hyggst banki sem er nær alfarið í eigu þjóðarinnar hreiðra um sig til frambúar í sextánþúsund og fimmhundruð fermetra húsnæði. Síðustu kostnaðartölur vegna lóðar og byggingar nema nú um 12 milljörðum króna. Greinarhöfundur hefur mótmælt byggingaráformum vegna nýrra höfuðstöðva Landsbankans harðlega allt frá árinu 2013. Ber þar margt til. Það er röng ákvörðun að byggja nýjar höfuðstöðvar þjóðarbankans á dýrustu lóð landsins. Höfuðstöðvar þ.m.t. bakvinnsla hagdeild og fleira getur sem best verið hvar sem er svo sem í Breiðholti Árbæ eða úti á landi. Á þeim tíma sem byggingaráformin hafa staðið hefur starfsmönnum bankans fækkað útibúum hefur verið lokað og dregið úr hefðbundinni bankaþjónustu samfara örum framförum í netþjónustu. Bygging nýrra höfuðstöðva er í hrópandi mótsögn við þá þróun. Líkt og fyrirtækjum í eigu ríkisins er tamt hafa upplýsingar bankans um byggingaráformin verið settar fram smátt og smátt líkt og í teskeiðum meðan ákvarðanir voru teknar og framkvæmdir hafnar. Sagt hefur verið að með byggingunni minnki húsnæðisþörf bankans verulega vegna þess að fjölmargar byggingar verði rýmdar og seldar eða leigu sagt upp. Ekki virðist hafa verið gripið til þeirra ráða nú þegar þrátt fyrir fækkun útibúa og starfsfólks. Eftir því sem meira af húsinu kemur upp úr jörðinni hafa svo verið dregnar fram nýjar útskýringar. Bankinn ætlar alls ekki að nýta allt húsið heldur leigja stóran hluta þess út. Einmitt það já! Hvers vegna var þá ráðist í svo stóra framkvæmd? Samkvæmt nýlegum upplýsingum er fyrirhugað að bankinn muni leggjast í leigubrask og freista þess að leigja út um þriðjung nýbyggingarinnar. Það liggur fyrir að nú og í nánustu framtíð verður mjög aukið framboð á skrifstofuhúsnæði til leigu í miðborg Reykjavíkur. Það virðist því misráðið af banka í eigu þjóðarinnar að ætla nú að hella sér út í leigubrask. Það er enda ekki eitt af meginverkefnum ríkisbanka að stunda útleigu fasteigna yfir höfuð. Það hefur komið í ljós að allar ábendingar um ónauðsyn nýbyggingar á dýrustu lóð Íslands voru og eru á rökum reistar. Við því er aðeins eitt svar: Selja þarf nýbyggingu Landsbanka Íslands í núverandi ástandi og leggja andvirðið í hart leikinn ríkissjóð. Höfuðstöðvum bankans sem taka tillit til færra starfsfólks og aukinnar netvæðingar má koma fyrir á öðrum og hagkvæmari stað. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Reykjavík Íslenskir bankar Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Nú standa sem hæst byggingaframkvæmdir Landsbankans á dýrustu lóð á Íslandi. Þar hyggst banki sem er nær alfarið í eigu þjóðarinnar hreiðra um sig til frambúar í sextánþúsund og fimmhundruð fermetra húsnæði. Síðustu kostnaðartölur vegna lóðar og byggingar nema nú um 12 milljörðum króna. Greinarhöfundur hefur mótmælt byggingaráformum vegna nýrra höfuðstöðva Landsbankans harðlega allt frá árinu 2013. Ber þar margt til. Það er röng ákvörðun að byggja nýjar höfuðstöðvar þjóðarbankans á dýrustu lóð landsins. Höfuðstöðvar þ.m.t. bakvinnsla hagdeild og fleira getur sem best verið hvar sem er svo sem í Breiðholti Árbæ eða úti á landi. Á þeim tíma sem byggingaráformin hafa staðið hefur starfsmönnum bankans fækkað útibúum hefur verið lokað og dregið úr hefðbundinni bankaþjónustu samfara örum framförum í netþjónustu. Bygging nýrra höfuðstöðva er í hrópandi mótsögn við þá þróun. Líkt og fyrirtækjum í eigu ríkisins er tamt hafa upplýsingar bankans um byggingaráformin verið settar fram smátt og smátt líkt og í teskeiðum meðan ákvarðanir voru teknar og framkvæmdir hafnar. Sagt hefur verið að með byggingunni minnki húsnæðisþörf bankans verulega vegna þess að fjölmargar byggingar verði rýmdar og seldar eða leigu sagt upp. Ekki virðist hafa verið gripið til þeirra ráða nú þegar þrátt fyrir fækkun útibúa og starfsfólks. Eftir því sem meira af húsinu kemur upp úr jörðinni hafa svo verið dregnar fram nýjar útskýringar. Bankinn ætlar alls ekki að nýta allt húsið heldur leigja stóran hluta þess út. Einmitt það já! Hvers vegna var þá ráðist í svo stóra framkvæmd? Samkvæmt nýlegum upplýsingum er fyrirhugað að bankinn muni leggjast í leigubrask og freista þess að leigja út um þriðjung nýbyggingarinnar. Það liggur fyrir að nú og í nánustu framtíð verður mjög aukið framboð á skrifstofuhúsnæði til leigu í miðborg Reykjavíkur. Það virðist því misráðið af banka í eigu þjóðarinnar að ætla nú að hella sér út í leigubrask. Það er enda ekki eitt af meginverkefnum ríkisbanka að stunda útleigu fasteigna yfir höfuð. Það hefur komið í ljós að allar ábendingar um ónauðsyn nýbyggingar á dýrustu lóð Íslands voru og eru á rökum reistar. Við því er aðeins eitt svar: Selja þarf nýbyggingu Landsbanka Íslands í núverandi ástandi og leggja andvirðið í hart leikinn ríkissjóð. Höfuðstöðvum bankans sem taka tillit til færra starfsfólks og aukinnar netvæðingar má koma fyrir á öðrum og hagkvæmari stað. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun