Braskari allra landsmanna Þorsteinn Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2020 21:45 Nú standa sem hæst byggingaframkvæmdir Landsbankans á dýrustu lóð á Íslandi. Þar hyggst banki sem er nær alfarið í eigu þjóðarinnar hreiðra um sig til frambúar í sextánþúsund og fimmhundruð fermetra húsnæði. Síðustu kostnaðartölur vegna lóðar og byggingar nema nú um 12 milljörðum króna. Greinarhöfundur hefur mótmælt byggingaráformum vegna nýrra höfuðstöðva Landsbankans harðlega allt frá árinu 2013. Ber þar margt til. Það er röng ákvörðun að byggja nýjar höfuðstöðvar þjóðarbankans á dýrustu lóð landsins. Höfuðstöðvar þ.m.t. bakvinnsla hagdeild og fleira getur sem best verið hvar sem er svo sem í Breiðholti Árbæ eða úti á landi. Á þeim tíma sem byggingaráformin hafa staðið hefur starfsmönnum bankans fækkað útibúum hefur verið lokað og dregið úr hefðbundinni bankaþjónustu samfara örum framförum í netþjónustu. Bygging nýrra höfuðstöðva er í hrópandi mótsögn við þá þróun. Líkt og fyrirtækjum í eigu ríkisins er tamt hafa upplýsingar bankans um byggingaráformin verið settar fram smátt og smátt líkt og í teskeiðum meðan ákvarðanir voru teknar og framkvæmdir hafnar. Sagt hefur verið að með byggingunni minnki húsnæðisþörf bankans verulega vegna þess að fjölmargar byggingar verði rýmdar og seldar eða leigu sagt upp. Ekki virðist hafa verið gripið til þeirra ráða nú þegar þrátt fyrir fækkun útibúa og starfsfólks. Eftir því sem meira af húsinu kemur upp úr jörðinni hafa svo verið dregnar fram nýjar útskýringar. Bankinn ætlar alls ekki að nýta allt húsið heldur leigja stóran hluta þess út. Einmitt það já! Hvers vegna var þá ráðist í svo stóra framkvæmd? Samkvæmt nýlegum upplýsingum er fyrirhugað að bankinn muni leggjast í leigubrask og freista þess að leigja út um þriðjung nýbyggingarinnar. Það liggur fyrir að nú og í nánustu framtíð verður mjög aukið framboð á skrifstofuhúsnæði til leigu í miðborg Reykjavíkur. Það virðist því misráðið af banka í eigu þjóðarinnar að ætla nú að hella sér út í leigubrask. Það er enda ekki eitt af meginverkefnum ríkisbanka að stunda útleigu fasteigna yfir höfuð. Það hefur komið í ljós að allar ábendingar um ónauðsyn nýbyggingar á dýrustu lóð Íslands voru og eru á rökum reistar. Við því er aðeins eitt svar: Selja þarf nýbyggingu Landsbanka Íslands í núverandi ástandi og leggja andvirðið í hart leikinn ríkissjóð. Höfuðstöðvum bankans sem taka tillit til færra starfsfólks og aukinnar netvæðingar má koma fyrir á öðrum og hagkvæmari stað. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Reykjavík Íslenskir bankar Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú standa sem hæst byggingaframkvæmdir Landsbankans á dýrustu lóð á Íslandi. Þar hyggst banki sem er nær alfarið í eigu þjóðarinnar hreiðra um sig til frambúar í sextánþúsund og fimmhundruð fermetra húsnæði. Síðustu kostnaðartölur vegna lóðar og byggingar nema nú um 12 milljörðum króna. Greinarhöfundur hefur mótmælt byggingaráformum vegna nýrra höfuðstöðva Landsbankans harðlega allt frá árinu 2013. Ber þar margt til. Það er röng ákvörðun að byggja nýjar höfuðstöðvar þjóðarbankans á dýrustu lóð landsins. Höfuðstöðvar þ.m.t. bakvinnsla hagdeild og fleira getur sem best verið hvar sem er svo sem í Breiðholti Árbæ eða úti á landi. Á þeim tíma sem byggingaráformin hafa staðið hefur starfsmönnum bankans fækkað útibúum hefur verið lokað og dregið úr hefðbundinni bankaþjónustu samfara örum framförum í netþjónustu. Bygging nýrra höfuðstöðva er í hrópandi mótsögn við þá þróun. Líkt og fyrirtækjum í eigu ríkisins er tamt hafa upplýsingar bankans um byggingaráformin verið settar fram smátt og smátt líkt og í teskeiðum meðan ákvarðanir voru teknar og framkvæmdir hafnar. Sagt hefur verið að með byggingunni minnki húsnæðisþörf bankans verulega vegna þess að fjölmargar byggingar verði rýmdar og seldar eða leigu sagt upp. Ekki virðist hafa verið gripið til þeirra ráða nú þegar þrátt fyrir fækkun útibúa og starfsfólks. Eftir því sem meira af húsinu kemur upp úr jörðinni hafa svo verið dregnar fram nýjar útskýringar. Bankinn ætlar alls ekki að nýta allt húsið heldur leigja stóran hluta þess út. Einmitt það já! Hvers vegna var þá ráðist í svo stóra framkvæmd? Samkvæmt nýlegum upplýsingum er fyrirhugað að bankinn muni leggjast í leigubrask og freista þess að leigja út um þriðjung nýbyggingarinnar. Það liggur fyrir að nú og í nánustu framtíð verður mjög aukið framboð á skrifstofuhúsnæði til leigu í miðborg Reykjavíkur. Það virðist því misráðið af banka í eigu þjóðarinnar að ætla nú að hella sér út í leigubrask. Það er enda ekki eitt af meginverkefnum ríkisbanka að stunda útleigu fasteigna yfir höfuð. Það hefur komið í ljós að allar ábendingar um ónauðsyn nýbyggingar á dýrustu lóð Íslands voru og eru á rökum reistar. Við því er aðeins eitt svar: Selja þarf nýbyggingu Landsbanka Íslands í núverandi ástandi og leggja andvirðið í hart leikinn ríkissjóð. Höfuðstöðvum bankans sem taka tillit til færra starfsfólks og aukinnar netvæðingar má koma fyrir á öðrum og hagkvæmari stað. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar