Handbolti

Smit í her­búðum Guð­mundar sem gæti þurft að gefa Evrópu­leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson íbygginn á svip á leik íslenska landsliðsins.
Guðmundur Guðmundsson íbygginn á svip á leik íslenska landsliðsins. VÍSIR/GETTY

Fjórum dögum áður en Guðmundur Guðmundsson og félagar í Melsungen áttu að spila Evrópuleik greindist smit í herbúðum félagsins.

Melsungen átti að spila leik í Evrópubikarnum gegn Silkeborg en nú hefur félagið staðfest að kórónuveirusmit hafi greinst hjá einum starfsmanni félagsins.

Sá hinn sami hefur verið sendur í sóttkví og aðrir tengdir liðinu verið prófaðir en það gæti farið svo að hluti liðsins eða mögulega allt liðið verði sent í sóttkví.

Melsungen átti að mæta Silkeborg á sunnudaginn í Evrópubikarnum en nú er sá leikur í lausu lofti og gæti Melsungen þurft að gefa frá sér leikinn verði allt liðið sent í sóttkví.

Melsungen átti að spila æfingaleik gegn Hannover-Burgdorf annað kvöld en þeim leikur hefur að eðlilegum ástæðum verið frestað.

Arnar Freyr Arnarsson er á mála hjá Melsungen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×