Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur Katrín Oddsdóttir skrifar 26. ágúst 2020 10:30 Kæra Katrín, ég vona að þú hafir það sem allra best. Mig langar til að benda þér á sextánþúsundogeitthundrað ástæður til þess að breyta af leið í stjórnarskrármálinu. Þessar ástæður er að finna hér og þeim fjölgar um mörghundruð á hverjum degi. Eins og við vitum báðar þá gengur það ekki upp í lýðræðissamfélagi að Alþingi boði til þjóðaratkvæðagreiðslu meðal kjósenda en velji svo að hunsa niðurstöðuna. Árið 2012 sögðu kjósendur með skýrum hætti að leggja skyldi nýju stjórnarskrána til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að plaggið verði að vera algerlega ósnert af Alþingi, sem getur gert breytingar á henni séu þær almenningi í hag. Hins vegar er alveg skýrt að nýja stjórnarskráin er heildstætt plagg og hana verður að leggja til grundvallar sem slíka ef ætlunin er að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Stjórnarskrá er samfélagssáttmáli. Sáttmáli sem þjóðin setur til að afmarka hvernig þeir einstaklingar sem hún velur hverju sinni megi fara með völdin. Hvaða gildi skuli höfð að leiðarljósi við meðferð ríkisvaldsins og hvernig valdinu skuli dreift. Samfélagssáttmáli kveður í raun á um hvers vegna við viljum vera samfélag og hvernig samfélag við veljum okkur. Á honum byggja öll önnur lög í landinu. Við getum ekki búið lengur við þessa bútasaumsaðferð Alþingis sem virðist telja eðlilegt að skammta þjóðinni vald úr krepptum hnefa, vald til að setja leikreglurnar sem þingmönnum ber að fylgja. Þessi aðferð er einfaldlega röng í ljósi þess að þjóðin hefur þegar sagt hvaða samfélagssáttmála hún vill. Nú er mikilvægt að finna kjark til að hlusta á fólkið í landinu og leggja nýju stjórnarskrána til grundvallar og veita henni þinglega meðferð áður en þessu kjörtímabili lýkur. Ef þið sem sitjið nú við völd sjáið ykkur ekki fært að gera það legg ég til að þið gerið þær breytingar einar að koma stjórnarskrárvaldinu með skýrum hætti í hendur þjóðarinnar þar sem það á heima. Þetta getið þið gert með því að mynda samtöðu um það að breyta því hvernig stjórnarskránni er breytt og í stað þess að það þurfi tvö þing til breytinga, verði síðasta orðið hjá þjóðinni. Gleymum því aldrei kæra Katrín að það er þjóðin sem er stjórnarskrárgjafinn. Gangi þér vel. Katrín Oddsdóttir Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Katrín Oddsdóttir Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kæra Katrín, ég vona að þú hafir það sem allra best. Mig langar til að benda þér á sextánþúsundogeitthundrað ástæður til þess að breyta af leið í stjórnarskrármálinu. Þessar ástæður er að finna hér og þeim fjölgar um mörghundruð á hverjum degi. Eins og við vitum báðar þá gengur það ekki upp í lýðræðissamfélagi að Alþingi boði til þjóðaratkvæðagreiðslu meðal kjósenda en velji svo að hunsa niðurstöðuna. Árið 2012 sögðu kjósendur með skýrum hætti að leggja skyldi nýju stjórnarskrána til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að plaggið verði að vera algerlega ósnert af Alþingi, sem getur gert breytingar á henni séu þær almenningi í hag. Hins vegar er alveg skýrt að nýja stjórnarskráin er heildstætt plagg og hana verður að leggja til grundvallar sem slíka ef ætlunin er að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Stjórnarskrá er samfélagssáttmáli. Sáttmáli sem þjóðin setur til að afmarka hvernig þeir einstaklingar sem hún velur hverju sinni megi fara með völdin. Hvaða gildi skuli höfð að leiðarljósi við meðferð ríkisvaldsins og hvernig valdinu skuli dreift. Samfélagssáttmáli kveður í raun á um hvers vegna við viljum vera samfélag og hvernig samfélag við veljum okkur. Á honum byggja öll önnur lög í landinu. Við getum ekki búið lengur við þessa bútasaumsaðferð Alþingis sem virðist telja eðlilegt að skammta þjóðinni vald úr krepptum hnefa, vald til að setja leikreglurnar sem þingmönnum ber að fylgja. Þessi aðferð er einfaldlega röng í ljósi þess að þjóðin hefur þegar sagt hvaða samfélagssáttmála hún vill. Nú er mikilvægt að finna kjark til að hlusta á fólkið í landinu og leggja nýju stjórnarskrána til grundvallar og veita henni þinglega meðferð áður en þessu kjörtímabili lýkur. Ef þið sem sitjið nú við völd sjáið ykkur ekki fært að gera það legg ég til að þið gerið þær breytingar einar að koma stjórnarskrárvaldinu með skýrum hætti í hendur þjóðarinnar þar sem það á heima. Þetta getið þið gert með því að mynda samtöðu um það að breyta því hvernig stjórnarskránni er breytt og í stað þess að það þurfi tvö þing til breytinga, verði síðasta orðið hjá þjóðinni. Gleymum því aldrei kæra Katrín að það er þjóðin sem er stjórnarskrárgjafinn. Gangi þér vel. Katrín Oddsdóttir Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar