Viðskipti innlent

Skoða að sölutryggja hlutafjárútboðið

Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group. Vísir/Arnar

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að það komi til greina og sé til skoðunar að sölutryggja fyrirhugað hlutafjárútboð Icelandair.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag en með sölutryggingu er átt við samning milli fjármálafyrirtækis og útgefanda verðbréfa þar sem fjármálafyrirtækið skuldbindur sig til þess að kaupa þann hluta verðbréfa sem áskrift næst ekki fyrir í almennu útboði.

Blaðið hefur eftir heimildarmönnum að verði þessi leið farin muni Íslandsbanki og Landsbankinn að öllum líkindum taka að sér að sölutryggja útboðið. Icelandair stefnir á að selja nýja hluti fyrir 20 milljarða á genginu ein króna á hlut.

Varðandi hertar aðgerðir á landamærunum og hvort þær hafi áhrif á hlutafjárúboðið eða áætlaniri félagsins segir Bogi svo ekki vera.

„Þær hafa ekki áhrif á okkar langtímaplön. Frá því í vor höfum við talað um að þetta ár yrði mikið óvissuár. Að það yrði lítil eftirspurn og lítið flogið fram á næsta vor. Vissulega hafa þessar ferðatakmarkanir gríðarleg áhrif til skemmri tíma fyrir íslenska ferðaþjónustu, og þar af leiðandi á framleiðslu okkar á næstu vikum. Við munum þurfa að fækka flugum næstu vikurnar. En þetta er í takt við grunnsviðsmyndina sem við höfum búið okkur undir, það er að eftirspurn fyrir árið í heild yrði mjög veik, og hefur þess vegna ekki áhrif á hlutafjárútboðið,“ segir Bogi.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×