„Þykir leitt að menn hafi gleymt sér“ Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2020 16:45 Leikmenn Stjörnunnar og Aftureldingar féllust í faðma eftir leik. skjáskot/Selfoss TV „Því miður er þetta hættan þegar menn eru að byrja aftur upp á nýtt, að þeir gleymi sér í hita leiksins,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um brot nokkurra liða á sóttvarnareglum á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi. HSÍ gáfu í samráði við sóttvarnayfirvöld út reglur fyrir tíu dögum um sóttvarnir á æfingum og í æfingaleikjum, vegna kórónuveirufaraldursins. Róbert segir þær að mestu hafa verið mjög vel virtar á mótinu á Selfossi en eins og Vísir fjallaði um í dag virtu fáein lið þó að vettugi reglu um að forðast samgang eftir að leik lýkur. Mátti sjá andstæðinga gefa hver öðrum spaðafimmur og fallast í faðma. „Það kom í ljós eftir leik Aftureldingar og Stjörnunnar síðasta þriðjudag að ákveðnir hlutir hefðu verið í bága við þær reglur sem við höfðum gefið út. Við sendum þá út ítrekanir á félögin, en þetta kom greinilega upp aftur á laugardaginn,“ segir Róbert, og vísar til leiks Selfoss og ÍBV á laugardag. „Við höfum ítrekað núna aftur við félögin að gæta að þeim reglum sem eru í gildi. Almennt var framkvæmdin á Selfossi mjög góð og sem betur fer sást þetta nú ekki nema í örfáum leikjum. En vissulega má gera betur, eins og sést bersýnilega á þessum myndum. Mér þykir aðallega leitt að menn hafi gleymt sér, og við höfum ítrekað það við félögin almennt að við þurfum að gæta okkar. Að við förum eftir þeim reglum sem séu í gildi,“ segir Róbert. „Lítum á það sem forréttindi að fá að spila“ En gæti verið að leikmenn sjái einfaldlega ekki tilgang í að forðast snertingu, eftir að hafa tekist á í handboltaleik með tilheyrandi nánd við andstæðingana? „Ég held að þetta sé frekar gleymska. Menn eru kannski búnir að takast á í sextíu mínútur og eru vanir því að þakka fyrir sig að leik loknum. Þessari háttvísi höfum við alið á í íþróttum mjög lengi, en allt í einu núna, sökum ástandsins, verðum við eðlilega að falla frá þessu vegna sóttvarna,“ segir Róbert og vonar að handboltafélög landsins gæti betur að gildandi reglum nú þegar stutt er í að Íslandsmótið hefjist. „Það er okkar að framfylgja þessum reglum og almennt séð hefur það gengi mjög vel. Leikmenn hafa passað sig – nota til dæmis ekki búningsklefa heldur mæta klæddir, og taka þessu alvarlega eins og flestallir í þessu þjóðfélagi. Við lítum á það sem forréttindi að fá að spila og æfa handbolta í þessu ástandi, og það vilja allir gera sitt besta til að framfylgja þeim reglum sem fyrir eru.“ Olís-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) UMF Selfoss Tengdar fréttir Faðmlög og fimmur þvert á sóttvarnareglur Andstæðingar föðmuðust og smelltu saman lófum í lok hluta leikja á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi, þvert á þær sóttvarnareglur sem settar voru svo að íþróttir með snertingu gætu hafist að nýju. 24. ágúst 2020 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
„Því miður er þetta hættan þegar menn eru að byrja aftur upp á nýtt, að þeir gleymi sér í hita leiksins,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, um brot nokkurra liða á sóttvarnareglum á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi. HSÍ gáfu í samráði við sóttvarnayfirvöld út reglur fyrir tíu dögum um sóttvarnir á æfingum og í æfingaleikjum, vegna kórónuveirufaraldursins. Róbert segir þær að mestu hafa verið mjög vel virtar á mótinu á Selfossi en eins og Vísir fjallaði um í dag virtu fáein lið þó að vettugi reglu um að forðast samgang eftir að leik lýkur. Mátti sjá andstæðinga gefa hver öðrum spaðafimmur og fallast í faðma. „Það kom í ljós eftir leik Aftureldingar og Stjörnunnar síðasta þriðjudag að ákveðnir hlutir hefðu verið í bága við þær reglur sem við höfðum gefið út. Við sendum þá út ítrekanir á félögin, en þetta kom greinilega upp aftur á laugardaginn,“ segir Róbert, og vísar til leiks Selfoss og ÍBV á laugardag. „Við höfum ítrekað núna aftur við félögin að gæta að þeim reglum sem eru í gildi. Almennt var framkvæmdin á Selfossi mjög góð og sem betur fer sást þetta nú ekki nema í örfáum leikjum. En vissulega má gera betur, eins og sést bersýnilega á þessum myndum. Mér þykir aðallega leitt að menn hafi gleymt sér, og við höfum ítrekað það við félögin almennt að við þurfum að gæta okkar. Að við förum eftir þeim reglum sem séu í gildi,“ segir Róbert. „Lítum á það sem forréttindi að fá að spila“ En gæti verið að leikmenn sjái einfaldlega ekki tilgang í að forðast snertingu, eftir að hafa tekist á í handboltaleik með tilheyrandi nánd við andstæðingana? „Ég held að þetta sé frekar gleymska. Menn eru kannski búnir að takast á í sextíu mínútur og eru vanir því að þakka fyrir sig að leik loknum. Þessari háttvísi höfum við alið á í íþróttum mjög lengi, en allt í einu núna, sökum ástandsins, verðum við eðlilega að falla frá þessu vegna sóttvarna,“ segir Róbert og vonar að handboltafélög landsins gæti betur að gildandi reglum nú þegar stutt er í að Íslandsmótið hefjist. „Það er okkar að framfylgja þessum reglum og almennt séð hefur það gengi mjög vel. Leikmenn hafa passað sig – nota til dæmis ekki búningsklefa heldur mæta klæddir, og taka þessu alvarlega eins og flestallir í þessu þjóðfélagi. Við lítum á það sem forréttindi að fá að spila og æfa handbolta í þessu ástandi, og það vilja allir gera sitt besta til að framfylgja þeim reglum sem fyrir eru.“
Olís-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) UMF Selfoss Tengdar fréttir Faðmlög og fimmur þvert á sóttvarnareglur Andstæðingar föðmuðust og smelltu saman lófum í lok hluta leikja á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi, þvert á þær sóttvarnareglur sem settar voru svo að íþróttir með snertingu gætu hafist að nýju. 24. ágúst 2020 12:30 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Sjá meira
Faðmlög og fimmur þvert á sóttvarnareglur Andstæðingar föðmuðust og smelltu saman lófum í lok hluta leikja á Ragnarsmótinu í handbolta á Selfossi, þvert á þær sóttvarnareglur sem settar voru svo að íþróttir með snertingu gætu hafist að nýju. 24. ágúst 2020 12:30