Viðskipti innlent

Tinni Kári ráðinn ráðningar­stjóri

Atli Ísleifsson skrifar
Tinni Kári Jóhannesson.
Tinni Kári Jóhannesson. Góð samskipti

Tinni Kári Jóhannesson hefur verið ráðinn ráðningarstjóri og „senior ráðgjafi“ hjá Góðum samskiptum. Hann starfaði áður sem ráðgjafi hjá Capacent á sviði ráðninga, vinnustaðamenningar og stefnumótunar.

Í tilkynningu segir að auk þess að starfa hjá Capacent á Íslandi þá hafi Tinni unnið við ráðningar hjá Waterstone Human Capital og starfsráðgjöf hjá DeGroote School of Business - McMaster University í Kanada.

„Tinni er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og B.A.-gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði frá sama skóla. Hann sinnir nú aðstoðarkennslu í mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands.

Tinni er í sambúð með Fanneyju Þórisdóttur, fræðslufulltrúa og markþjálfa. Hann á eina dóttur úr fyrra sambandi,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×