Ólafía Þórunn: Ekki bara herma eftir Tiger af því að hann er Tiger Woods Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2020 11:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Tiger Woods. Samsett/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ráðleggur kylfingum og öðrum íþróttafólki að herma ekki eftir tækninni hjá öðrum af því bara og þá skiptir það ekki máli þótt að það sé sjálfur Tiger Woods. Íslenski atvinnukylfingurinn og fyrrum íþróttamaður ársins, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, hefur verið að sýna lesendum Klefans brot úr æfingadagbókinni sinni og segi einnig frá því hvernig hún notar hana. „Síðan ég gerðist atvinnumaður hefur mikið af tíma með þjálfurunum mínum farið í að ræða málin. Því maður þarf að trúa á það sem maður er að gera og svo stundum losa sig við hugsanir. Líka skilja hvað maður er að vinna að og af hverju er mikilvægt að gera það,“ byrjar Ólafía Þórunn nýjast pistil sinn. Þetta er í fjórða skiptið sem lesendur Klefans fá að kíkja í æfingabókina hennar og að þessu sinni boðar hún það að æfingadagbókin hennar muni breytast töluvert þegar líður á árið. „Í þessari æfingadagbók vitna ég í Henrik Stenson. Ég er ekki mikið á vagninum að herma eftir tækninni hjá öðrum af því bara. Ég ákveð hvað ég vill vinna í með þjálfaranum mínum og svo finnum við mögulega einhvern sem gerir það vel og þar með er ég komin með “módel”,“ skrifar Ólafía Þórunn sem leggur áherslu á það að hver á einn þarf að finna sér sína réttu leið þegar kemur að fyrirmyndunum. „Ekki bara herma eftir Tiger því hann er Tiger og svo reyna að gera þetta atriði frá Dustin Johnson því hann slær svo langt og svo var Annika Sörenstam svo stöðug, þar með hlýtur að vera gott að gera eins og hún. Margt af því sem þessir þrjú gera gæti stangast á við hvort annað, skrifar Ólafía Þórunn. Hún ráðleggur kylfingum að fá álit frá fagmanni og að finna sér þjálfara sem þú treystir. Það má sjá brotið úr æfingadagbók Ólafíu Þórunnar með því að smella hér. Golf Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir ráðleggur kylfingum og öðrum íþróttafólki að herma ekki eftir tækninni hjá öðrum af því bara og þá skiptir það ekki máli þótt að það sé sjálfur Tiger Woods. Íslenski atvinnukylfingurinn og fyrrum íþróttamaður ársins, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, hefur verið að sýna lesendum Klefans brot úr æfingadagbókinni sinni og segi einnig frá því hvernig hún notar hana. „Síðan ég gerðist atvinnumaður hefur mikið af tíma með þjálfurunum mínum farið í að ræða málin. Því maður þarf að trúa á það sem maður er að gera og svo stundum losa sig við hugsanir. Líka skilja hvað maður er að vinna að og af hverju er mikilvægt að gera það,“ byrjar Ólafía Þórunn nýjast pistil sinn. Þetta er í fjórða skiptið sem lesendur Klefans fá að kíkja í æfingabókina hennar og að þessu sinni boðar hún það að æfingadagbókin hennar muni breytast töluvert þegar líður á árið. „Í þessari æfingadagbók vitna ég í Henrik Stenson. Ég er ekki mikið á vagninum að herma eftir tækninni hjá öðrum af því bara. Ég ákveð hvað ég vill vinna í með þjálfaranum mínum og svo finnum við mögulega einhvern sem gerir það vel og þar með er ég komin með “módel”,“ skrifar Ólafía Þórunn sem leggur áherslu á það að hver á einn þarf að finna sér sína réttu leið þegar kemur að fyrirmyndunum. „Ekki bara herma eftir Tiger því hann er Tiger og svo reyna að gera þetta atriði frá Dustin Johnson því hann slær svo langt og svo var Annika Sörenstam svo stöðug, þar með hlýtur að vera gott að gera eins og hún. Margt af því sem þessir þrjú gera gæti stangast á við hvort annað, skrifar Ólafía Þórunn. Hún ráðleggur kylfingum að fá álit frá fagmanni og að finna sér þjálfara sem þú treystir. Það má sjá brotið úr æfingadagbók Ólafíu Þórunnar með því að smella hér.
Golf Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira