Golf

Valdís Þóra í toppbaráttu fyrir lokahringinn

Ísak Hallmundarson skrifar
Valdís er þremur höggum frá toppsætinu
Valdís er þremur höggum frá toppsætinu GETTY/MARK RUNNACLES
Valdís Þóra Jónsdóttir er í toppbaráttu fyrir lokadaginn á Opna Suður-Afríska mótinu í golfi. Hún er í sjöunda sæti, þremur höggum á eftir efstu konu.Hún lék á pari vallarins í morgun, 72 höggum, líkt og hún gerði fyrsta keppnisdaginn, en í gær var hún á 70 höggum og er samtals á tveimur höggum undir pari.Hin enska Alice Hewson er efst á fimm höggum undir pari en lokahringurinn fer fram á morgun.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.