Golf

Valdís Þóra í toppbaráttu fyrir lokahringinn

Ísak Hallmundarson skrifar
Valdís er þremur höggum frá toppsætinu
Valdís er þremur höggum frá toppsætinu GETTY/MARK RUNNACLES

Valdís Þóra Jónsdóttir er í toppbaráttu fyrir lokadaginn á Opna Suður-Afríska mótinu í golfi. Hún er í sjöunda sæti, þremur höggum á eftir efstu konu.

Hún lék á pari vallarins í morgun, 72 höggum, líkt og hún gerði fyrsta keppnisdaginn, en í gær var hún á 70 höggum og er samtals á tveimur höggum undir pari.

Hin enska Alice Hewson er efst á fimm höggum undir pari en lokahringurinn fer fram á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.