Færri fagmenn en betri fangar? Guðmundur Ingi Þóroddson skrifar 3. mars 2020 14:00 „Þetta mun koma íslenska fangelsiskerfinu endanlega inn í 21. öldina,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í fjölmiðlum fyrir þremur mánuðum síðan, eða sama dag og tilkynnt var um stofnun þverfaglegs geðheilbrigðisteymis fanga. Jafnframt var haft eftir Páli að fyrirkomulagið myndi auka aðgengi fanga að geðheilbrigðisþjónustu. Pyntinganefnd Evrópuráðsins gagnrýndi ástandið í geðheilbrigðismálum fanga harðlega í skýrslu eftir heimsókn sína til Íslands snemma í fyrra og er geðheilbrigðisteymið sem áður var nefnt svar við þeirri gagnrýni. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda vegna skýrslu Pyntinganefndarinnar segir geðheilbrigðisteymið muni starfa við hlið og í nánu daglegu samstarfi við sálfræðinga og félagsráðgjafa Fangelsismálastofnunar. Í sömu aðgerðaráætlun stjórnvalda var lögð áhersla á að hugað verði sérstaklega að meðferðaráætlun fyrir hvern fanga sem kemur til afplánunar og að gera þurfi skýran greinarmun á því þeirri áætlun og áhættumati sem sálfræðingar Fangelsismálastofnunar framkvæma og svo þeirri sérhæfðu heilbrigðisþjónustu sem geðheilsuteymið mun sinna. Nú á dögunum sagði einn sálfræðinga Fangelsismálastofnunar upp störfum og hefur fengist staðfest að ekki verði ráðinn annar í hans stað. Á sama tíma fékk einn félagsráðgjafi ekki áframhaldandi ráðningu. Fækkun í starfsliði Fangelsismálastofnunar kemur til vegna hagræðingarkröfu dómsmálaráðuneytis og eftir standa tveir sálfræðingar á skrifstofu Fangelsismálastofnunar og einn sálfræðingur í stöðu meðferðarfulltrúa í fangelsinu að Litla-Hrauni, og þá eru tveir félagsfræðingar með aðsetur á Seltjarnarnesi. Dómsmálaráðherra ritaði góða grein fyrir þremur mánuðum. Í henni sagði meðal annars: „Með aðstoð fagmanna fáum við betra fólk út úr fangelsunum en gekk þangað inn." Vegna alls þessa vakna upp fáeinar spurningar. 1. Hvernig hyggst Fangelsismálastofnun framkvæma sálfræðilegt áhættumat á föngum þegar það var ekki hægt sómasamlega á meðan starfandi sálfræðingar voru fjórir? 2. Hvernig ætlar Fangelsismálastofnun að leggja áherslu á inntöku og þjónustumat fyrir hvern fanga sem kemur til afplánunar með fækkun sálfræðinga og félagsráðgjafa? 3. Hvernig mun Fangelsismálastofnun leysa úr fjölmörgum félagslegum vandamálum skjólstæðinga sinna þegar það var vart hægt með fleiri félagsráðgjöfum? 4. Ætlar Fangelsismálastofnun sér að hagræða í rekstri með því að færa málefni sálfræðinga sinna og félagsráðgjafa á herðar geðheilbrigðisteymis sem hefur með höndum allt önnur og sérhæfð verkefni? 5. Fáum við í alvöru betra fólk út úr fangelsunum með því að fækka fagmönnum sem starfa við þau? Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
„Þetta mun koma íslenska fangelsiskerfinu endanlega inn í 21. öldina,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í fjölmiðlum fyrir þremur mánuðum síðan, eða sama dag og tilkynnt var um stofnun þverfaglegs geðheilbrigðisteymis fanga. Jafnframt var haft eftir Páli að fyrirkomulagið myndi auka aðgengi fanga að geðheilbrigðisþjónustu. Pyntinganefnd Evrópuráðsins gagnrýndi ástandið í geðheilbrigðismálum fanga harðlega í skýrslu eftir heimsókn sína til Íslands snemma í fyrra og er geðheilbrigðisteymið sem áður var nefnt svar við þeirri gagnrýni. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda vegna skýrslu Pyntinganefndarinnar segir geðheilbrigðisteymið muni starfa við hlið og í nánu daglegu samstarfi við sálfræðinga og félagsráðgjafa Fangelsismálastofnunar. Í sömu aðgerðaráætlun stjórnvalda var lögð áhersla á að hugað verði sérstaklega að meðferðaráætlun fyrir hvern fanga sem kemur til afplánunar og að gera þurfi skýran greinarmun á því þeirri áætlun og áhættumati sem sálfræðingar Fangelsismálastofnunar framkvæma og svo þeirri sérhæfðu heilbrigðisþjónustu sem geðheilsuteymið mun sinna. Nú á dögunum sagði einn sálfræðinga Fangelsismálastofnunar upp störfum og hefur fengist staðfest að ekki verði ráðinn annar í hans stað. Á sama tíma fékk einn félagsráðgjafi ekki áframhaldandi ráðningu. Fækkun í starfsliði Fangelsismálastofnunar kemur til vegna hagræðingarkröfu dómsmálaráðuneytis og eftir standa tveir sálfræðingar á skrifstofu Fangelsismálastofnunar og einn sálfræðingur í stöðu meðferðarfulltrúa í fangelsinu að Litla-Hrauni, og þá eru tveir félagsfræðingar með aðsetur á Seltjarnarnesi. Dómsmálaráðherra ritaði góða grein fyrir þremur mánuðum. Í henni sagði meðal annars: „Með aðstoð fagmanna fáum við betra fólk út úr fangelsunum en gekk þangað inn." Vegna alls þessa vakna upp fáeinar spurningar. 1. Hvernig hyggst Fangelsismálastofnun framkvæma sálfræðilegt áhættumat á föngum þegar það var ekki hægt sómasamlega á meðan starfandi sálfræðingar voru fjórir? 2. Hvernig ætlar Fangelsismálastofnun að leggja áherslu á inntöku og þjónustumat fyrir hvern fanga sem kemur til afplánunar með fækkun sálfræðinga og félagsráðgjafa? 3. Hvernig mun Fangelsismálastofnun leysa úr fjölmörgum félagslegum vandamálum skjólstæðinga sinna þegar það var vart hægt með fleiri félagsráðgjöfum? 4. Ætlar Fangelsismálastofnun sér að hagræða í rekstri með því að færa málefni sálfræðinga sinna og félagsráðgjafa á herðar geðheilbrigðisteymis sem hefur með höndum allt önnur og sérhæfð verkefni? 5. Fáum við í alvöru betra fólk út úr fangelsunum með því að fækka fagmönnum sem starfa við þau? Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun