Giannis hrósar LeBron í hástert og segir hann veita sér innblástur Ísak Hallmundarson skrifar 6. mars 2020 17:00 Giannis og LeBron í stjörnuleiknum vísir/getty Los Angels Lakers fær Milwaukee Bucks í heimsókn í NBA-deildinni í nótt. Þetta er sannkallaður stórleikur þar sem Lakers eru efstir í Vesturdeildinni og Bucks eru langefstir í Austurdeildinni. Stærstu stjörnur þessara liða eru LeBron James hjá Lakers og Giannis Antetokounmpo hjá Bucks. Þessir tveir hafa einmitt verið fyrirliðar sinna liða í stjörnuleiknum síðustu tvö ár og er oft stillt upp gegn hvorum öðrum. Giannis segir að körfuboltageta og frammistaða hins 35 ára gamla LeBrons James veiti sér innblástur. ,,Þetta er ótrúlegt. Hann er 35 ára og spilar á hæsta stigi,“ sagði sá gríski. ,,Oft á tíðum hugsar maður með sér að maður verði hættur í körfubolta 35 ára, en að sjá 35 ára gamlan leikmann sem er enn þá einn af þremur bestu leikmönnum í heimi, það fær mann til að vilja gera það sama. Ég verð því að halda áfram að hugsa vel um líkamann, borða rétt og lifa heilbrigðum lífsstíl. Hann (LeBron) hefur sett fordæmið og vonandi getur maður fetað í hans spor.“ Antetokounmpo, sem er 25 ára, hefur átt magnað tímabil með Milwaukee í vetur og er liðið með langbesta árangurinn í allri NBA-deildinni. Hann var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í fyrra og stefnir hraðbyr í átt að því að verja þann titil. Góðar líkur eru á því að þessi tvö lið, Lakers og Bucks, mætist í úrslitum NBA-deildarinnar. ,,Við þurfum bara að mæta þangað og spila góðan körfubolta. Við vitum að Lakers munu mæta grimmir til leiks. Við unnum þá síðast þannig þeir munu reyna að hefna sín í þessum leik,“ sagði Giannis um leikinn gegn LA Lakers, sem verður kl. 02:30 á íslenskum tíma í nótt. NBA Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira
Los Angels Lakers fær Milwaukee Bucks í heimsókn í NBA-deildinni í nótt. Þetta er sannkallaður stórleikur þar sem Lakers eru efstir í Vesturdeildinni og Bucks eru langefstir í Austurdeildinni. Stærstu stjörnur þessara liða eru LeBron James hjá Lakers og Giannis Antetokounmpo hjá Bucks. Þessir tveir hafa einmitt verið fyrirliðar sinna liða í stjörnuleiknum síðustu tvö ár og er oft stillt upp gegn hvorum öðrum. Giannis segir að körfuboltageta og frammistaða hins 35 ára gamla LeBrons James veiti sér innblástur. ,,Þetta er ótrúlegt. Hann er 35 ára og spilar á hæsta stigi,“ sagði sá gríski. ,,Oft á tíðum hugsar maður með sér að maður verði hættur í körfubolta 35 ára, en að sjá 35 ára gamlan leikmann sem er enn þá einn af þremur bestu leikmönnum í heimi, það fær mann til að vilja gera það sama. Ég verð því að halda áfram að hugsa vel um líkamann, borða rétt og lifa heilbrigðum lífsstíl. Hann (LeBron) hefur sett fordæmið og vonandi getur maður fetað í hans spor.“ Antetokounmpo, sem er 25 ára, hefur átt magnað tímabil með Milwaukee í vetur og er liðið með langbesta árangurinn í allri NBA-deildinni. Hann var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í fyrra og stefnir hraðbyr í átt að því að verja þann titil. Góðar líkur eru á því að þessi tvö lið, Lakers og Bucks, mætist í úrslitum NBA-deildarinnar. ,,Við þurfum bara að mæta þangað og spila góðan körfubolta. Við vitum að Lakers munu mæta grimmir til leiks. Við unnum þá síðast þannig þeir munu reyna að hefna sín í þessum leik,“ sagði Giannis um leikinn gegn LA Lakers, sem verður kl. 02:30 á íslenskum tíma í nótt.
NBA Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Sjá meira