Svartur dagur Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 13:25 Dagurinn í dag er svartur fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Frá og með deginum í dag þurfa allir komufarþegar til landsins að fara í 4-6 daga sóttkví, áður en þeir mega ferðast frjálsir um landið. Það þýðir einfaldlega að sárafáir ferðamenn munu koma til landsins og hjólin munu stöðvast. Til skýringar, sem ekki er vanþörf á, þá er ferðamaður gestur, sem er á ferð utan hversdagsumhverfis í minna en tólf mánuði samfleytt og tilgangurinn er ekki sá að stunda launað starf á staðnum sem ferðast er til. Ákvörðun sem hefur gríðarleg áhrif Fólk í ferðaþjónustu klórar sér nú í hausnum í miðjum dofanum og veltir fyrir sér hvort þessi ákvörðun stjórnvalda hafi verið nægjanlega vel ígrunduð og undirbyggð og hvert markmiðið með henni raunverulega og nákvæmlega er. Ákvörðunin er eins og marg hefur komið fram, gríðarlega afdrifarík og mun hafa áhrif á alla sem starfa innan ferðaþjónustu og á endanum langt út fyrir hana. Sóttvarnalæknir sagði í Kastljósi í gær, að þetta fyrirkomulag þyrfti að standa í marga mánuði. Svo það sé áréttað, þá hefur fólkið í ferðaþjónustunni jafnmiklar áhyggjur og aðrir af heilsufarslegum þáttum - við erum venjulegir Íslendingar - sumir i áhættuhópum sjálfir og flestir eiga auðvitað nána ættingja í áhættuhópum. Við eigum fermingarbörn og foreldra, ömmur og afa á hjúkrunarheimilum, við syngjum í kórum og förum í leikhús. Munurinn er hins vegar sá að við erum fyrst af öllum nú horfa nú fram á að lífsviðurværi okkar gufa upp. Því er eðlilegt að spurninga sé spurt og því velt upp, hvort meðalhófs hafi verið gætt eða hvort verið sé að ganga óþarflega langt. Meðalhóf eða ofríki? 1. Markmiðið með þeim landamæraaðgerðum sem hófust nú á miðnætti er óljóst og mótsagnakennt. Það er ekki mælanlegt né tímasett. Veirufrítt land? Sóttvarnaryfirvöld hafa margsagt og ítrekað að það er óraunhæft markmið. Veiran mun alltaf finna sér leið inn. 2. Ef markmiðið er „veirufrítt land“ - sem samkvæmt stjórnvöldum og sóttvarnaryfirvöldum er óraunhæft markmið - til að landsmenn geti lifað sem frjálsustu lífi - á meðan ríkissjóður safnar skuldum og fólk hrúgast inn á atvinnuleysiskrá - og hætt að mestu að huga að almennum sóttvörnum - þá er það rökleysa. Það hlýtur alltaf og áfram að þurfa að huga að sóttvörnum á meðan veiran er á kreiki í heiminum og meðferð og/eða bólusetning er ekki í boði. Það heitir víst að „lifa með veirunni“ og var mantra í nokkra daga, en er nú af mörgum ekki talið boðlegt lengur. 3. Þetta nýja verklag mun leiða til þess að þeir, sem samkvæmt sóttvarnaryfirvöldum eru ólíklegastir til að dreifa veirunni inn í samfélagið munu ekki koma (með hörmulegum efnahagslegum og samfélagslegum afleiðingum). Hins vegar munu þeir sem meiri áhætta fylgir varðandi dreifingu veirunnar (Íslendingar, erlent vinnuafl og aðrir í miklum tengslum við íbúa landsins) halda áfram að koma til landsins. Það hefur komið fram að jafnvel tvöföld skimun útilokar ekki að smitberi komist í gegn, þó vissulega minnki það líkurnar verulega. Taka þarf tillit til fleiri þátta Til að forðast allan misskilning, þá tek ég fram að ég veit ekkert um veirur eða faraldsfræði veira. Allt sem ég segi hér um veiruna er haft eftir sóttvarnaryfirvöldum. Hins vegar veit ég hvaða afleiðingar þessi ákvörðun mun hafa á tugi þúsunda manna og almenn lífskjör á Íslandi. Það hefur alltaf verið sagt að sá tímapunktur kæmi að taka þyrfti tillit til bæði sóttvarnarþátta og efnahagslegra þátta í baráttu okkar við veiruna. Að lágmarka líkur á að veiran geti dreift sér hér innanlands án þess að leggja efnahagslífið í rúst. Það er kúnstin núna. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Utanríkismál Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Dagurinn í dag er svartur fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Frá og með deginum í dag þurfa allir komufarþegar til landsins að fara í 4-6 daga sóttkví, áður en þeir mega ferðast frjálsir um landið. Það þýðir einfaldlega að sárafáir ferðamenn munu koma til landsins og hjólin munu stöðvast. Til skýringar, sem ekki er vanþörf á, þá er ferðamaður gestur, sem er á ferð utan hversdagsumhverfis í minna en tólf mánuði samfleytt og tilgangurinn er ekki sá að stunda launað starf á staðnum sem ferðast er til. Ákvörðun sem hefur gríðarleg áhrif Fólk í ferðaþjónustu klórar sér nú í hausnum í miðjum dofanum og veltir fyrir sér hvort þessi ákvörðun stjórnvalda hafi verið nægjanlega vel ígrunduð og undirbyggð og hvert markmiðið með henni raunverulega og nákvæmlega er. Ákvörðunin er eins og marg hefur komið fram, gríðarlega afdrifarík og mun hafa áhrif á alla sem starfa innan ferðaþjónustu og á endanum langt út fyrir hana. Sóttvarnalæknir sagði í Kastljósi í gær, að þetta fyrirkomulag þyrfti að standa í marga mánuði. Svo það sé áréttað, þá hefur fólkið í ferðaþjónustunni jafnmiklar áhyggjur og aðrir af heilsufarslegum þáttum - við erum venjulegir Íslendingar - sumir i áhættuhópum sjálfir og flestir eiga auðvitað nána ættingja í áhættuhópum. Við eigum fermingarbörn og foreldra, ömmur og afa á hjúkrunarheimilum, við syngjum í kórum og förum í leikhús. Munurinn er hins vegar sá að við erum fyrst af öllum nú horfa nú fram á að lífsviðurværi okkar gufa upp. Því er eðlilegt að spurninga sé spurt og því velt upp, hvort meðalhófs hafi verið gætt eða hvort verið sé að ganga óþarflega langt. Meðalhóf eða ofríki? 1. Markmiðið með þeim landamæraaðgerðum sem hófust nú á miðnætti er óljóst og mótsagnakennt. Það er ekki mælanlegt né tímasett. Veirufrítt land? Sóttvarnaryfirvöld hafa margsagt og ítrekað að það er óraunhæft markmið. Veiran mun alltaf finna sér leið inn. 2. Ef markmiðið er „veirufrítt land“ - sem samkvæmt stjórnvöldum og sóttvarnaryfirvöldum er óraunhæft markmið - til að landsmenn geti lifað sem frjálsustu lífi - á meðan ríkissjóður safnar skuldum og fólk hrúgast inn á atvinnuleysiskrá - og hætt að mestu að huga að almennum sóttvörnum - þá er það rökleysa. Það hlýtur alltaf og áfram að þurfa að huga að sóttvörnum á meðan veiran er á kreiki í heiminum og meðferð og/eða bólusetning er ekki í boði. Það heitir víst að „lifa með veirunni“ og var mantra í nokkra daga, en er nú af mörgum ekki talið boðlegt lengur. 3. Þetta nýja verklag mun leiða til þess að þeir, sem samkvæmt sóttvarnaryfirvöldum eru ólíklegastir til að dreifa veirunni inn í samfélagið munu ekki koma (með hörmulegum efnahagslegum og samfélagslegum afleiðingum). Hins vegar munu þeir sem meiri áhætta fylgir varðandi dreifingu veirunnar (Íslendingar, erlent vinnuafl og aðrir í miklum tengslum við íbúa landsins) halda áfram að koma til landsins. Það hefur komið fram að jafnvel tvöföld skimun útilokar ekki að smitberi komist í gegn, þó vissulega minnki það líkurnar verulega. Taka þarf tillit til fleiri þátta Til að forðast allan misskilning, þá tek ég fram að ég veit ekkert um veirur eða faraldsfræði veira. Allt sem ég segi hér um veiruna er haft eftir sóttvarnaryfirvöldum. Hins vegar veit ég hvaða afleiðingar þessi ákvörðun mun hafa á tugi þúsunda manna og almenn lífskjör á Íslandi. Það hefur alltaf verið sagt að sá tímapunktur kæmi að taka þyrfti tillit til bæði sóttvarnarþátta og efnahagslegra þátta í baráttu okkar við veiruna. Að lágmarka líkur á að veiran geti dreift sér hér innanlands án þess að leggja efnahagslífið í rúst. Það er kúnstin núna. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun