Enski boltinn

Yfir­burðir Eng­lands­meistaranna í gær sáust best á sendingar­töl­fræði Rodri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rodri fagnar sínu marki í gær. Hann og Kevin De Bruyne skoruðu mörk City í leiknum.
Rodri fagnar sínu marki í gær. Hann og Kevin De Bruyne skoruðu mörk City í leiknum. vísir/getty

Manchester City hafði mikla yfirburði er liðið vann 2-0 sigur á West Ham á heimavelli í gær. Leiknum var frestað fyrir tæpum tveimur vikum vegna óveðurs.

Englandsmeistararnir voru 78% með boltann í leiknum og skutu alls níu sinnum í átt að marki West Ham. Hamrarnir sem eru í bullandi fallbaráttu áttu ekki skot á mark City.

Þegar horft er til tölfræðinnar í leiknum sjást yfirburðirnir nokkuð augljóslega. Rodri, miðjumaður Manchester City, gaf 178 sendingar í leiknum. Enginn hefur gefið fleiri sendingar frá því talningar hófust.

Nokkra skemmtilega tölfræðipunkta úr leiknum má sjá hér að neðan en City er þó enn 22 stigum á eftir Liverpool. West Ham er í fallsæti og stigi frá öruggu sæti.

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.