Enski boltinn

Yfir­burðir Eng­lands­meistaranna í gær sáust best á sendingar­töl­fræði Rodri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rodri fagnar sínu marki í gær. Hann og Kevin De Bruyne skoruðu mörk City í leiknum.
Rodri fagnar sínu marki í gær. Hann og Kevin De Bruyne skoruðu mörk City í leiknum. vísir/getty

Manchester City hafði mikla yfirburði er liðið vann 2-0 sigur á West Ham á heimavelli í gær. Leiknum var frestað fyrir tæpum tveimur vikum vegna óveðurs.Englandsmeistararnir voru 78% með boltann í leiknum og skutu alls níu sinnum í átt að marki West Ham. Hamrarnir sem eru í bullandi fallbaráttu áttu ekki skot á mark City.Þegar horft er til tölfræðinnar í leiknum sjást yfirburðirnir nokkuð augljóslega. Rodri, miðjumaður Manchester City, gaf 178 sendingar í leiknum. Enginn hefur gefið fleiri sendingar frá því talningar hófust.Nokkra skemmtilega tölfræðipunkta úr leiknum má sjá hér að neðan en City er þó enn 22 stigum á eftir Liverpool. West Ham er í fallsæti og stigi frá öruggu sæti.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.