Enski boltinn

Sol­skjær um Ras­h­ford og EM: Ef hann verður ekki nógu heill þá mun hann ekki fara

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær og Rashford spjalla saman fyrr á leiktíðinni.
Solskjær og Rashford spjalla saman fyrr á leiktíðinni. vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir óvíst hvort að enski framherjinn Marcus Rashford verði klár í slaginn fyrir EM 2020 í sumar.

Rashford meiddist á baki í bikarleik gegn Wolves um miðjan janúarmánuð. Vonast var eftir því að hann yrði frá í sex vikur en nú er ljóst að vikurnar verða eitthvað fleiri.

„Ég var að vonast til þess að hann myndi spila aftur á þessu tímabili. Þetta tekur tíma. Ég er ekki læknir en ég var að vonast eftir þvþí að hann myndi verða fljótari að jafna sig,“ sagði Solskjær.







„Það lítur ekki þannig út og þetta verða einhverjir fleiri mánuðir. Það er óvíst með Evrópumótið og ef hann er ekki nægilega heill heilsu þá mun hann ekki fara.“

Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir enska landsliðið. Harry Kane er einnig á meiðslalistanum og Jamie Vardy hefur gefið það út að hann sé hættur að spila með enska landsliðinu. Höfuðverkur fyrir Gareth Southgate, þjálfara enska landsliðsins.

Man. United spilar við Club Brugge í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld en leikið er í Belgíu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×