Fótbolti

Fá ekki að taka stuðnings­mennina með sér á granna­slaginn eftir ljóta borða

Anton Ingi Leifsson skrifar
Einn borði stuðningsmanna Dortmund.
Einn borði stuðningsmanna Dortmund. vísir/getty

Stuðningsmenn Dortmund fá ekki leyfi til þess að styðja sína menn er þeir mæta Hoffenheim á útivelli næstu leiktíðir vegna framgöngu þeirra á síðustu tveimur leikjum liðanna.

Samkvæmt Ruhr Nachrichten og Sportschau munu stuðningsmenn Dortmund ekki fá leyfi til þess að sækja leiki Hoffenheim og Dortmund næstu þrjár leiktíðir.

Bannið er tilkomið vegna borða sem stuðningsmenn þeirra gulklæddu höfðu með í för í síðustu tveimur viðureignum. Báðir höfðuði þeir til Dietmar Hopp, eiganda Hoffenheim og voru ekki vinalegir.

Árið 2018 fékk Dortmund aðvörun eftir að stuðningsmennirnir komu með borða með mynd af Hopp. Á myndinni af honum var eins og hann væri skotmark einhvers með byssu.







Nú þegar liðin mættust í desember var svipað uppi á teningnum. Borðinn var þó ekki jafn ofbeldisfullur en þýska sambandinu var ekki sama. Nú mega stuðningsmenn Dortmund ekki heimsækja völl Hoffenheim þangað til sumarið 2022.

Dortmund er í 3. sæti þýsku deildarinnar með 42 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Bayern Munchen. Hoffenheim er hins vegar í 8. sætinu með 33 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×