Viðskipti innlent

Hampiðjan kaupir skosk félög fyrir 1,3 milljarða

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Útibú Hampiðjunnar við Skarfagarða.
Útibú Hampiðjunnar við Skarfagarða. Hampiðjan

Hampiðjan undirritaði í dag samkomulag um kaup á 80 prósenta hlut í tveimur skoskum félögum. Kaupverðið er 9,7 milljónir evra, rúmlega 1340 milljónir króna. Í tilkynningu Hampiðjunnar til Kauphallarinnar nú í hádeginu segir að kaupin á félögunum tveimur muni hafa töluverð samlegðaráhrif fyrir Hampiðjuna og tryggi stöðu hennar á Bretlandseyjum, sama á hvorn veginn samningar um Brexit fara.

Fyrirtækin tvö sem Hampiðjan keypti eru fjölskyldufyrirtæki. Jackson Trawls sérhæfir sig í sölu veiðarfæra og Jackson Offshore selur einkum kaðla, lyftistroffur og járnavöru til olíuiðnaðarins í Skotlandi. Seljendur eru sagðir vera bræðurnir Mark og Stephen Buchan sem tóku við stjórnartaumunum úr höndum föður síns. Að sögn Hampiðjunnar munu bræðurnir stýra fyrirtækjunum áfram eftir söluna.

Í tilkynningu Hampiðjunnar segir jafnframt að öllum skilyrðum kaupsamnings vegna hlutanna hafi verið aflétt. Því sé miðað við að að félögin komi inn í samstæðuuppgjör Hampiðjunnar frá 1. janúar 2020. Kaupverðið er sem fyrr segir 9,7 milljónir evra sem annars vegar er fjármagnað með láni frá Arion banka og hins vegar handbæru fé Hampiðjunnar.

„Með þessum kaupum styrkir Hampiðjan stöðu sína enn frekar við N-Atlantshaf sem er mikilvægasti markaður samstæðunnar. Innan landhelgi Stóra-Bretlands eru auðug fiskimið þar sem verðmætustu tegundirnar eru makríll, kolmunni og sandsíli en skip frá Evrópubandalaginu hafa veitt meirihluta aflans undanfarin ár. Það gæti breyst með samningum í kjölfar Brexit en Hampiðjan hefur hins vegar með þessum kaupum tryggt stöðu sína óháð því á hvorn veginn sem þeir samningar fara í framtíðinni,“ segir í tilkynningu Hampiðjunnar til Kauphallarinnar.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
8,11
9
94.152
KVIKA
6,76
25
308.808
ARION
4,55
29
389.714
SJOVA
4,18
10
52.541
ORIGO
3,69
4
37.712

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-2,18
3
4.337
REGINN
-2,17
10
174.896
ICEAIR
-2,16
55
23.375
SKEL
-1,49
2
30.781
MAREL
-0,73
42
403.086
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.