Hampiðjan kaupir skosk félög fyrir 1,3 milljarða Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 12:31 Útibú Hampiðjunnar við Skarfagarða. Hampiðjan Hampiðjan undirritaði í dag samkomulag um kaup á 80 prósenta hlut í tveimur skoskum félögum. Kaupverðið er 9,7 milljónir evra, rúmlega 1340 milljónir króna. Í tilkynningu Hampiðjunnar til Kauphallarinnar nú í hádeginu segir að kaupin á félögunum tveimur muni hafa töluverð samlegðaráhrif fyrir Hampiðjuna og tryggi stöðu hennar á Bretlandseyjum, sama á hvorn veginn samningar um Brexit fara. Fyrirtækin tvö sem Hampiðjan keypti eru fjölskyldufyrirtæki. Jackson Trawls sérhæfir sig í sölu veiðarfæra og Jackson Offshore selur einkum kaðla, lyftistroffur og járnavöru til olíuiðnaðarins í Skotlandi. Seljendur eru sagðir vera bræðurnir Mark og Stephen Buchan sem tóku við stjórnartaumunum úr höndum föður síns. Að sögn Hampiðjunnar munu bræðurnir stýra fyrirtækjunum áfram eftir söluna. Í tilkynningu Hampiðjunnar segir jafnframt að öllum skilyrðum kaupsamnings vegna hlutanna hafi verið aflétt. Því sé miðað við að að félögin komi inn í samstæðuuppgjör Hampiðjunnar frá 1. janúar 2020. Kaupverðið er sem fyrr segir 9,7 milljónir evra sem annars vegar er fjármagnað með láni frá Arion banka og hins vegar handbæru fé Hampiðjunnar. „Með þessum kaupum styrkir Hampiðjan stöðu sína enn frekar við N-Atlantshaf sem er mikilvægasti markaður samstæðunnar. Innan landhelgi Stóra-Bretlands eru auðug fiskimið þar sem verðmætustu tegundirnar eru makríll, kolmunni og sandsíli en skip frá Evrópubandalaginu hafa veitt meirihluta aflans undanfarin ár. Það gæti breyst með samningum í kjölfar Brexit en Hampiðjan hefur hins vegar með þessum kaupum tryggt stöðu sína óháð því á hvorn veginn sem þeir samningar fara í framtíðinni,“ segir í tilkynningu Hampiðjunnar til Kauphallarinnar. Brexit Kauphöllin Sjávarútvegur Skotland Hampiðjan Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Hampiðjan undirritaði í dag samkomulag um kaup á 80 prósenta hlut í tveimur skoskum félögum. Kaupverðið er 9,7 milljónir evra, rúmlega 1340 milljónir króna. Í tilkynningu Hampiðjunnar til Kauphallarinnar nú í hádeginu segir að kaupin á félögunum tveimur muni hafa töluverð samlegðaráhrif fyrir Hampiðjuna og tryggi stöðu hennar á Bretlandseyjum, sama á hvorn veginn samningar um Brexit fara. Fyrirtækin tvö sem Hampiðjan keypti eru fjölskyldufyrirtæki. Jackson Trawls sérhæfir sig í sölu veiðarfæra og Jackson Offshore selur einkum kaðla, lyftistroffur og járnavöru til olíuiðnaðarins í Skotlandi. Seljendur eru sagðir vera bræðurnir Mark og Stephen Buchan sem tóku við stjórnartaumunum úr höndum föður síns. Að sögn Hampiðjunnar munu bræðurnir stýra fyrirtækjunum áfram eftir söluna. Í tilkynningu Hampiðjunnar segir jafnframt að öllum skilyrðum kaupsamnings vegna hlutanna hafi verið aflétt. Því sé miðað við að að félögin komi inn í samstæðuuppgjör Hampiðjunnar frá 1. janúar 2020. Kaupverðið er sem fyrr segir 9,7 milljónir evra sem annars vegar er fjármagnað með láni frá Arion banka og hins vegar handbæru fé Hampiðjunnar. „Með þessum kaupum styrkir Hampiðjan stöðu sína enn frekar við N-Atlantshaf sem er mikilvægasti markaður samstæðunnar. Innan landhelgi Stóra-Bretlands eru auðug fiskimið þar sem verðmætustu tegundirnar eru makríll, kolmunni og sandsíli en skip frá Evrópubandalaginu hafa veitt meirihluta aflans undanfarin ár. Það gæti breyst með samningum í kjölfar Brexit en Hampiðjan hefur hins vegar með þessum kaupum tryggt stöðu sína óháð því á hvorn veginn sem þeir samningar fara í framtíðinni,“ segir í tilkynningu Hampiðjunnar til Kauphallarinnar.
Brexit Kauphöllin Sjávarútvegur Skotland Hampiðjan Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Er þrælfyndin og skemmtileg þótt Viðskiptablaðið hafi sagt annað Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira