Körfubolti

Leik frestað vegna veikinda hjá bikarmeisturunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Skallagrímur varð bikarmeistari í fyrsta sinn um síðustu helgi.
Skallagrímur varð bikarmeistari í fyrsta sinn um síðustu helgi. vísir/daníel

Leik Hauka og Skallagríms í Domino's deild kvenna í körfubolta sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað vegna veikinda í leikmannahópi Borgnesinga.

Þrír lykilmenn Skallagríms, Keira Robinson, Emile Sofie Hesseldal og Maja Michalska, voru fjarverandi vegna veikinda þegar liðið steinlá fyrir Val, 107-41, á miðvikudaginn.

Þetta var fyrsti leikur Skallagríms eftir að liðið varð bikarmeistari á laugardaginn fyrir viku. Borgnesingar unnu þá KR-inga í úrslitaleik, 49-66.

Flensan virðist enn herja á leikmenn Skallagríms og því hefur leiknum við Hauka, sem átti að fara fram í dag, verið frestað til sunnudagsins 1. mars.

Haukar eru í 3. sæti Domino's deildarinnar en Skallagrímur í því fjórða. Tveimur stigum munar á liðunum.

Þrír leikir fara fram í Domino's deildinni í dag. Keflavík tekur á móti KR, Breiðablik og Snæfell eigast við í Smáranum og Grindavík sækir Val heim.


Tengdar fréttir

Lyfjaeftirlitið tafði fagnaðarlæti Skallagríms

Skallagrímur varð í gærkvöld bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni eftir magnaðan sigur gegn KR í úrslitum Geysisbikarsins. Fagnaðarlætin í Borgarnesi þurftu hins vegar að bíða þar sem nokkrir leikmanna liðsins voru teknir í lyfjapróf beint eftir leik.

Hetjum Borgarness var vel fagnað

Það voru mikil fagnaðarlæti í Borgarnesi í gærkvöld þegar leikmenn og þjálfarar Skallagríms mættu á þorrablót Borgnesinga eftir að hafa landað fyrsta bikarmeistaratitlinum í sögu félagsins.

Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni

Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.