Golf

Tveir fóru holu í höggi á PGA-móti í Mexíkó í gær | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jon Rahm kom sér í toppbaráttuna með frábærum þriðja hring.
Jon Rahm kom sér í toppbaráttuna með frábærum þriðja hring. vísir/getty

Tveir kylfingar fóru holu í höggi á þriðja hring WGC-Mexico Championship mótsins í golfi í gær.

Bandaríkjamaðurinn Chez Reavie byrjaði á því að fara holu í höggi á þriðju braut.

Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem Reavie fer holu í höggi og í fimmta sinn sem hann afrekar það á PGA-mótaröðinni.



Rétt rúmum klukkutíma síðar fór Spánverjinn Jon Rahm holu í höggi á 17. braut. Þetta er í annað sinn sem hann fer holu í höggi á PGA-mótaröðinni.



Rahm toppaði þar með frábæra spilamennsku sína. Hann lék þriðja hringinn á tíu höggum undir pari og jafnaði þar með vallarmetið.

Rahm fékk fugl á fyrstu fjórum holunum og sex fugla á fyrstu sjö. Hann fór upp um 18 sæti í gær og er í því fjórða fyrir lokahringinn, fjórum höggum á eftir efsta manni, Justin Thomas frá Bandaríkjunum.

Bein útsending frá lokahring WGC-Mexico Championship hefst klukkan 18:00 á Stöð 2 Golf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×