Fyrirgefðu, Hlynur en við sváfum á verðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 13:00 Hlynur Bæringsson er hér búinn að taka eitt af þrjú þúsund fráköstum sínum í úrvalsdeild karla. Vísir/Vilhelm Hlynur Bæringsson er besti frákastari sem íslenskur körfubolti hefur alið og nú er það staðfest með tölfræðinni. Reyndar næstum því einu ári of seint en betra seint en aldrei. Þegar tölfræði úrvalsdeildarinnar var skoðuð betur kom í ljós að Hlynur sló frákastamet Guðmundar Bragasonar í úrvalsdeild karla í lok síðasta tímabils. Hann hafði áður aðeins verið sá þriðji í sögunni til að taka yfir þrjú þúsund fráköst í deildarkeppninni. Körfuknattleikssambandið hefur verið í fararbroddi hvað varðar tölfræðiskráningu en glímir enn við það vandamál að geta ekki tengt saman gamla og nýja tímann. Það þarf því að leggja saman tölur úr mismunandi gagnagrunnum til að fá heildartölur þeirra leikmanna sem hafa leikið lengst í deildinni. Þetta er skýring en ekki afsökun fyrir því að körfuboltaheimurinn missti af tímamótum Hlyns Bæringssonar á síðasta tímabili. Undirritaður fór að skoða tölur Hlyns betur eftir athyglisvert tölfræðispjall við þjálfara Hlyns hjá Stjörnunni, Arnar Guðjónsson. Arnar velti þar fyrir sér stöðu Hlyns Bæringssonar á frákastalistanum og ég vissi ekki betur en hann væri ekki búinn að ná Guðmundi. Allt annað kom hins vegar í ljós. Hlynur Bæringsson.Vísir/Bára Þegar gömlur tölurnar eru skoðaðar frá fyrstu árum Hlyns í úrvalsdeildinni þá kemur í ljós að Hlynur tók 2528 fráköst í 241 leik áður en hann fór út til Svíþjóðar í atvinnumennsku eða 10,5 fráköst í leik. Hlynur kom aftur heim fyrir 2016-17 tímabilið og gekk þá til liðs við Stjörnuna. Hlynur hefur tekið 904 fráköst í 79 leikjum undanfarin fjögur tímabil eða 11,4 í leik. Það gerir samtals 3432 fráköst í 320 leikjum eða 10,7 fráköst að meðaltali í leik. Hlynur er þegar kominn með 139 fráköst á þessu tímabili. Guðmundur Bragason tók alls 3260 fráköst í 348 leikjum eða 9,4 fráköst að meðaltali í leik. Þriðji maðurinn til að taka yfir þrjú þúsund fráköst í deildarkeppninni er síðan Friðrik Stefánsson sem tók 3212 fráköst í 359 deildarleik á sínum ferli. Hlynur Bæringsson sló frákastamet Guðmundar í leik á móti Njarðvík í Garðabænum 4. mars í fyrra. Hlynur tók 7 fráköst í leiknum en þurfti þrjú fráköst til að bæta metið. Það væri kannski vel við hæfi að verðlauna Hlyn þegar hann nær öðru frákastameti. Guðmundur Bragason er nefnilega enn með 43 fleiri sóknarfráköst en Hlynur. Hlynur á því enn nokkuð í land að ná fleiri sóknarfráköstum en Grindvíkingurinn og þeir fjórir leikir sem eru eftir af deildarkeppninni í ár duga nú varla. Hlynur þarf því að taka annað tímabil til að ná því meti af Guðmundi og miðað við formið á kappanum í vetur myndu allir fagna því. Vísir/Bára Flest fráköst í úrvalsdeild karla: 1. Hlynur Bæringsson 3432 2. Guðmundur Bragason 3260 3. Friðrik Stefánsson 3212 4. Ómar Örn Sævarsson 2847 5. John Kevin Rhodes 2548 6. Páll Axel Vilbergsson 2471 7. Rondey Robinson 2455Fráköst Hlyns Bæringssonar eftir tímabilum: 1997-1998 Skallagrímur 13 (0,8 í leik) 1998-1999 Skallagrímur 135 (6,4) 1999-2000 Skallagrímur 203 (9,2) 2000-2001 Skallagrímur 142 (12,9) 2001-2002 Skallagrímur 225 (10,2) 2002-2003 Snæfell 244 (12,2) 2003-2004 Snæfell 261 (11,9) 2004-2005 Snæfell 225 (10,2) 2006-2007 Snæfell 254 (11,5) 2007-2008 Snæfell 267 (12,1) 2008-2009 Snæfell 256 (12,2) 2009-2010 Snæfell 303 (15,2) 2016-2017 Stjarnan 282 (12,8) 2017-2018 Stjarnan 275 (12,5) 2018-2019 Stjarnan 208 (9,5) 2019-2020 Stjarnan 139 (10,7) Dominos-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Hlynur Bæringsson er besti frákastari sem íslenskur körfubolti hefur alið og nú er það staðfest með tölfræðinni. Reyndar næstum því einu ári of seint en betra seint en aldrei. Þegar tölfræði úrvalsdeildarinnar var skoðuð betur kom í ljós að Hlynur sló frákastamet Guðmundar Bragasonar í úrvalsdeild karla í lok síðasta tímabils. Hann hafði áður aðeins verið sá þriðji í sögunni til að taka yfir þrjú þúsund fráköst í deildarkeppninni. Körfuknattleikssambandið hefur verið í fararbroddi hvað varðar tölfræðiskráningu en glímir enn við það vandamál að geta ekki tengt saman gamla og nýja tímann. Það þarf því að leggja saman tölur úr mismunandi gagnagrunnum til að fá heildartölur þeirra leikmanna sem hafa leikið lengst í deildinni. Þetta er skýring en ekki afsökun fyrir því að körfuboltaheimurinn missti af tímamótum Hlyns Bæringssonar á síðasta tímabili. Undirritaður fór að skoða tölur Hlyns betur eftir athyglisvert tölfræðispjall við þjálfara Hlyns hjá Stjörnunni, Arnar Guðjónsson. Arnar velti þar fyrir sér stöðu Hlyns Bæringssonar á frákastalistanum og ég vissi ekki betur en hann væri ekki búinn að ná Guðmundi. Allt annað kom hins vegar í ljós. Hlynur Bæringsson.Vísir/Bára Þegar gömlur tölurnar eru skoðaðar frá fyrstu árum Hlyns í úrvalsdeildinni þá kemur í ljós að Hlynur tók 2528 fráköst í 241 leik áður en hann fór út til Svíþjóðar í atvinnumennsku eða 10,5 fráköst í leik. Hlynur kom aftur heim fyrir 2016-17 tímabilið og gekk þá til liðs við Stjörnuna. Hlynur hefur tekið 904 fráköst í 79 leikjum undanfarin fjögur tímabil eða 11,4 í leik. Það gerir samtals 3432 fráköst í 320 leikjum eða 10,7 fráköst að meðaltali í leik. Hlynur er þegar kominn með 139 fráköst á þessu tímabili. Guðmundur Bragason tók alls 3260 fráköst í 348 leikjum eða 9,4 fráköst að meðaltali í leik. Þriðji maðurinn til að taka yfir þrjú þúsund fráköst í deildarkeppninni er síðan Friðrik Stefánsson sem tók 3212 fráköst í 359 deildarleik á sínum ferli. Hlynur Bæringsson sló frákastamet Guðmundar í leik á móti Njarðvík í Garðabænum 4. mars í fyrra. Hlynur tók 7 fráköst í leiknum en þurfti þrjú fráköst til að bæta metið. Það væri kannski vel við hæfi að verðlauna Hlyn þegar hann nær öðru frákastameti. Guðmundur Bragason er nefnilega enn með 43 fleiri sóknarfráköst en Hlynur. Hlynur á því enn nokkuð í land að ná fleiri sóknarfráköstum en Grindvíkingurinn og þeir fjórir leikir sem eru eftir af deildarkeppninni í ár duga nú varla. Hlynur þarf því að taka annað tímabil til að ná því meti af Guðmundi og miðað við formið á kappanum í vetur myndu allir fagna því. Vísir/Bára Flest fráköst í úrvalsdeild karla: 1. Hlynur Bæringsson 3432 2. Guðmundur Bragason 3260 3. Friðrik Stefánsson 3212 4. Ómar Örn Sævarsson 2847 5. John Kevin Rhodes 2548 6. Páll Axel Vilbergsson 2471 7. Rondey Robinson 2455Fráköst Hlyns Bæringssonar eftir tímabilum: 1997-1998 Skallagrímur 13 (0,8 í leik) 1998-1999 Skallagrímur 135 (6,4) 1999-2000 Skallagrímur 203 (9,2) 2000-2001 Skallagrímur 142 (12,9) 2001-2002 Skallagrímur 225 (10,2) 2002-2003 Snæfell 244 (12,2) 2003-2004 Snæfell 261 (11,9) 2004-2005 Snæfell 225 (10,2) 2006-2007 Snæfell 254 (11,5) 2007-2008 Snæfell 267 (12,1) 2008-2009 Snæfell 256 (12,2) 2009-2010 Snæfell 303 (15,2) 2016-2017 Stjarnan 282 (12,8) 2017-2018 Stjarnan 275 (12,5) 2018-2019 Stjarnan 208 (9,5) 2019-2020 Stjarnan 139 (10,7)
Dominos-deild karla Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira