Hristu af sér hræðsluna og kynntu nýjan Royal-búðing til leiks Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 11:00 Nýjasti meðlimur Royal-búðingafjölskyldunnar er með saltkaramellubragði. Í fyrsta sinn síðan sítrónubúðingurinn kom á markað fyrir 55 árum hefur Royal kynnt nýja búðingabragðtegund til sögunnar. Um er að ræða saltkaramellubragð sem markaðsstjóri John Lindsay hf., móðurfélags Agnars Ludvigssonar sem framleiðir Royal-búðing, segir vera afsprengi vöruþróunartilrauna undanfarinna ára. Starfsmenn hafi smakkað margskonar bragð og að endingum hafi saltkaramellan borið sigurorð af mokkabragði. Hún segist vonast til að Royal geti boðið upp á enn fleiri nýja búðinga á næstu árum. „Bannað“ að breyta Royal-búðingarnir hafa verið framleiddir á Íslandi í 66 ár. Andrea Björnsdóttir, fyrrnefndur markaðsstjóri, útskýrir að þrátt fyrir að Agnar Ludvigsson leigi Royal vörumerkið að utan fari öll framleiðsla og vöruþróun fyrir búðingana fram á Íslandi. Sömu sögu sé að segja af umbúðunum, sem hafa ekki breyst í áratugi. Andrea Björnsdóttir, markaðsstjóri John Lindsay hf. „Umbúðirnar erlendis breyttust náttúrulega fyrir löngu en hérna á Íslandi höfum við haldið þeim eins. Það mætti þannig segja að við höfum myndað okkur eigin vörumerki út frá því,“ segir Andrea. „Við höfum oft fengið að heyra það að okkur sé bannað að breyta umbúðunum. Þær mynda svo mikla fortíðarþrá og fólk segist eiga svo góðar minningar af því að búa til Royal-búðing þegar það var lítið. Svo er þetta líka bara svo skemmtilegt, gamaldags útlit.“ Smeyk að stíga skrefið Það er þó ekki aðeins útlitið sem á sér langa sögu; búðingavörulínan sjálf hefur ekki breyst í áratugi - þangað til nú. Síðasta nýja bragðtegundin var kynnt til leiks árið 1965 og fagnar sítrónubúðingurinn því 55 ára afmæli í ár. Aðspurð hvers vegna Royalistar hafi ákveðið að kynna nýtt bragð til leiks segir Andrea að það eigi sér nokkurra ára aðdraganda. Þróunarvinna hafi staðið yfir innanhúss undanfarin misseri - „og við höfum verið að prófa ýmislegt,“ segir Andrea. „En við höfum kannski verið svolítið hrædd við að stíga skrefið.“ Nefnir hún í því samhengi að nýrri bragðtegund fylgi vitaskuld nýjar umbúðir, sem eins og fyrr segir er lítið hægt að breyta. Andrea segir sitt fólk þó ánægt með útkomuna enda séu saltkaramelluumbúðirnar nokkuð líkar öðrum í vörulínunni. Royal-fjölskyldan Hún segir sig og framleiðslustjóra hjá Agnari Ludvigssyni, Sigurð Finn Kristjánsson eða „Sigga Royal,“ hafa kannski hvað helst hafa átt frumkvæði að nýja bragðinu. „Okkur langaði að lyfta öllu vörumerkinu upp með því að koma með nýja tegund.“ Aðrir starfsmenn hafi þó vitaskuld komið að ferlinu, ekki síst þegar kom að því að skera úr um hvaða bragðtegund ætti að verða fyrir valinu. Saltkaramellan hafi verið klár sigurvegari. Nokkrar komu til greina að sögn Andreu en sú sem komst næst saltkaramellunni hafi verið mokkabragð. Hún útilokar ekki að það muni kannski einn daginn líta dagsins ljós. „Svo vonandi komum við með fleiri tegundir reglulega á næstu árum,“ segir Andrea sem gerir ráð fyrir að saltkaramellubragðið verið fáanlegt í byrjun næstu viku. Matur Neytendur Tímamót Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Í fyrsta sinn síðan sítrónubúðingurinn kom á markað fyrir 55 árum hefur Royal kynnt nýja búðingabragðtegund til sögunnar. Um er að ræða saltkaramellubragð sem markaðsstjóri John Lindsay hf., móðurfélags Agnars Ludvigssonar sem framleiðir Royal-búðing, segir vera afsprengi vöruþróunartilrauna undanfarinna ára. Starfsmenn hafi smakkað margskonar bragð og að endingum hafi saltkaramellan borið sigurorð af mokkabragði. Hún segist vonast til að Royal geti boðið upp á enn fleiri nýja búðinga á næstu árum. „Bannað“ að breyta Royal-búðingarnir hafa verið framleiddir á Íslandi í 66 ár. Andrea Björnsdóttir, fyrrnefndur markaðsstjóri, útskýrir að þrátt fyrir að Agnar Ludvigsson leigi Royal vörumerkið að utan fari öll framleiðsla og vöruþróun fyrir búðingana fram á Íslandi. Sömu sögu sé að segja af umbúðunum, sem hafa ekki breyst í áratugi. Andrea Björnsdóttir, markaðsstjóri John Lindsay hf. „Umbúðirnar erlendis breyttust náttúrulega fyrir löngu en hérna á Íslandi höfum við haldið þeim eins. Það mætti þannig segja að við höfum myndað okkur eigin vörumerki út frá því,“ segir Andrea. „Við höfum oft fengið að heyra það að okkur sé bannað að breyta umbúðunum. Þær mynda svo mikla fortíðarþrá og fólk segist eiga svo góðar minningar af því að búa til Royal-búðing þegar það var lítið. Svo er þetta líka bara svo skemmtilegt, gamaldags útlit.“ Smeyk að stíga skrefið Það er þó ekki aðeins útlitið sem á sér langa sögu; búðingavörulínan sjálf hefur ekki breyst í áratugi - þangað til nú. Síðasta nýja bragðtegundin var kynnt til leiks árið 1965 og fagnar sítrónubúðingurinn því 55 ára afmæli í ár. Aðspurð hvers vegna Royalistar hafi ákveðið að kynna nýtt bragð til leiks segir Andrea að það eigi sér nokkurra ára aðdraganda. Þróunarvinna hafi staðið yfir innanhúss undanfarin misseri - „og við höfum verið að prófa ýmislegt,“ segir Andrea. „En við höfum kannski verið svolítið hrædd við að stíga skrefið.“ Nefnir hún í því samhengi að nýrri bragðtegund fylgi vitaskuld nýjar umbúðir, sem eins og fyrr segir er lítið hægt að breyta. Andrea segir sitt fólk þó ánægt með útkomuna enda séu saltkaramelluumbúðirnar nokkuð líkar öðrum í vörulínunni. Royal-fjölskyldan Hún segir sig og framleiðslustjóra hjá Agnari Ludvigssyni, Sigurð Finn Kristjánsson eða „Sigga Royal,“ hafa kannski hvað helst hafa átt frumkvæði að nýja bragðinu. „Okkur langaði að lyfta öllu vörumerkinu upp með því að koma með nýja tegund.“ Aðrir starfsmenn hafi þó vitaskuld komið að ferlinu, ekki síst þegar kom að því að skera úr um hvaða bragðtegund ætti að verða fyrir valinu. Saltkaramellan hafi verið klár sigurvegari. Nokkrar komu til greina að sögn Andreu en sú sem komst næst saltkaramellunni hafi verið mokkabragð. Hún útilokar ekki að það muni kannski einn daginn líta dagsins ljós. „Svo vonandi komum við með fleiri tegundir reglulega á næstu árum,“ segir Andrea sem gerir ráð fyrir að saltkaramellubragðið verið fáanlegt í byrjun næstu viku.
Matur Neytendur Tímamót Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira