Könnun Samtaka iðnaðarins: 88 prósent svarenda ætla að grípa til hagræðinga á árinu Atli Ísleifsson skrifar 12. febrúar 2020 08:30 Svör benda til að launakostnaður væri sú áskorun sem flestir stjórnendanna sögðu vera mjög mikla um þessar mundir. Getty 88 prósent svarenda í könnun Samtaka iðnaðarins meðal stjórnenda íslenskra framleiðslufyrirtækja segja mjög líklegt eða frekar líklegt að þeirra fyrirtæki grípi til hagræðingaraðgerða á þessu ári. Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að könnunin bendi til að árið 202 verði ár hagræðinga þar sem fyrirtækin í greininni bregðast við áskorunum og krefjandi starfsumhverfi. Outcome framkvæmdi könnunina fyrir SI, en athygli vekur að svarhlutfall er lágt, rúm 23 prósent. Í úrtaki voru stjórnendur 321 fyrirtækis í framleiðsluiðnaði og svöruðu 75. „Niðurstöðurnar benda til þess að framhald verði á þeirri þróun sem þegar er hafin en launþegum í framleiðsluiðnaði hefur fækkað undanfarið. Fækkunin var komin í 4% í október í fyrra. Þetta gæti haft umtalsverð áhrif en í framleiðsluiðnaði starfa rétt tæplega 18 þúsund aðilar sem er um 9% af heildarfjölda starfandi hér á landi. En benda má á að verðmætasköpun fyrirtækja í greininni er einnig umtalsverð eða um 8% af heildarverðmætasköpun hagkerfisins,“ segir í tilkynningunni. Launakostnaður mikil áskorun Stjórnendur framleiðslufyrirtækjanna voru beðnir um að meta helstu áskoranir í þeirra rekstri þar sem spurt var um launakostnað, aðgengi að mannauði, sveiflur í efnahagsmálum og starfsumhverfi, skatta og opinber gjöld, aðgengi að lánsfjármagni og vöxtum, opinbert eftirlit og löggjöf og aukna áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Sýndu svör að launakostnaður væri sú áskorun sem flestir stjórnendanna sögðu vera mjög mikla um þessar mundir. Vinnumarkaður Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Neytendur eigi meira inni Neytendur Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
88 prósent svarenda í könnun Samtaka iðnaðarins meðal stjórnenda íslenskra framleiðslufyrirtækja segja mjög líklegt eða frekar líklegt að þeirra fyrirtæki grípi til hagræðingaraðgerða á þessu ári. Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að könnunin bendi til að árið 202 verði ár hagræðinga þar sem fyrirtækin í greininni bregðast við áskorunum og krefjandi starfsumhverfi. Outcome framkvæmdi könnunina fyrir SI, en athygli vekur að svarhlutfall er lágt, rúm 23 prósent. Í úrtaki voru stjórnendur 321 fyrirtækis í framleiðsluiðnaði og svöruðu 75. „Niðurstöðurnar benda til þess að framhald verði á þeirri þróun sem þegar er hafin en launþegum í framleiðsluiðnaði hefur fækkað undanfarið. Fækkunin var komin í 4% í október í fyrra. Þetta gæti haft umtalsverð áhrif en í framleiðsluiðnaði starfa rétt tæplega 18 þúsund aðilar sem er um 9% af heildarfjölda starfandi hér á landi. En benda má á að verðmætasköpun fyrirtækja í greininni er einnig umtalsverð eða um 8% af heildarverðmætasköpun hagkerfisins,“ segir í tilkynningunni. Launakostnaður mikil áskorun Stjórnendur framleiðslufyrirtækjanna voru beðnir um að meta helstu áskoranir í þeirra rekstri þar sem spurt var um launakostnað, aðgengi að mannauði, sveiflur í efnahagsmálum og starfsumhverfi, skatta og opinber gjöld, aðgengi að lánsfjármagni og vöxtum, opinbert eftirlit og löggjöf og aukna áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. Sýndu svör að launakostnaður væri sú áskorun sem flestir stjórnendanna sögðu vera mjög mikla um þessar mundir.
Vinnumarkaður Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Neytendur eigi meira inni Neytendur Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent