Golf

Í beinni í dag: Leikið á bestu mótaröðunum

Sindri Sverrisson skrifar
Justin Thomas og Tiger Woods verða báðir á ferðinni í Kaliforníu í dag.
Justin Thomas og Tiger Woods verða báðir á ferðinni í Kaliforníu í dag. vísir/epa

Rory McIlroy, Justin Thomas, Jon Rahm og Tiger Woods eru meðal þeirra sem þykja sigurstranglegastir á The Genesis Invitational mótinu sem sýnt verður á Stöð 2 Golf.

Golfið verður í aðalhlutverki á íþróttarásum Stöðvar 2 í dag. Sigurvegarinn á mótinu í Kaliforníu fær andvirði rúmlega 210 milljóna króna í sinn vasa og ljóst er að margir gera tilkall til sigursins.

Eftir miðnætti heldur svo Opna ástralska mótið áfram á LPGA-mótaröðinni en það hófst í nótt.

Beinar útsendingar dagsins:
19.00 The Genesis Invitational, Stöð 2 Golf
02.00 ISPS Handa Women's Australian Open, Stöð 2 GolfAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.